Sunnudagur, 9. september 2012
Borðliggjandi
Það er alveg augljóst að þessi fyrirtæki eru tengd. Það þarf engan snilling til að sjá það.
Þeir sem segja að fyrirtækin séu ekki tengd eiga hagsmuni að gæta. Þeir vita betur, en segja eitthvað út í loftið til þess að halda sínum hagsmunum. Sannleikurinn skiptir ekki mál. Adolf og LÍÚ sem dæmi.
kv
Sleggjan
![]() |
Fyrirtækin teljast ekki tengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 8. september 2012
Jón Steinsson með fína grein
Jón Steinsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geir H Haarde(XD) og meðlimur Heimdalls (XD) er með fínustu grein.
Hann býr erlendis og horfir á ástandið að utan. Glöggt er gests augað eins og máltækið segir.
http://www.visir.is/nytur-rikisstjornin-sannmaelis-/article/2012709069963
Núverandi ríkisstjórn er með eindæmum óvinsæl um þessar mundir. Nýjustu kannanir mæla stuðning við stjórnina upp á aðeins 34%. Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið og einnig í ljósi þess hversu mörgum stórum og mikilvægum málum ríkisstjórninni hefur tekist að koma í gegn á skömmum tíma.
Lítum yfir farinn veg hjá ríkisstjórninni:
1. Stóru bankarnir: Hún náði samningum við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings sem fólu í raun í sér einkavæðingu Íslandsbanka og Arion banka. Ég held að margir eigi til að gleyma því hvað þetta var mikilvægt. Upprunalega hugmyndin var að ríkið myndi eiga alla bankana þrjá. Og þar sem stór hluti fyrirtækja í landinu var í vanskilum hjá bönkunum eftir hrunið hefði ríkið því í raun svo gott sem átt stóran hluta margra fyrirtækja í landinu. Við hefðum verið ansi nálægt fullkomnum sósíalisma þar sem ríkið hefði getið hafist handa við fyrirgreiðslupólitík og miðstýringu af áður óþekktri stærðargráðu. En þess í stað einkavæddi þessi fyrsta vinstristjórn Íslandssögunnar tvo af bönkunum þremur á skömmum tíma án spillingar. Það verður að teljast talsvert afrek.
2. Ríkisfjármálin: Hún hefur sannarlega lyft grettistaki í ríkisfjármálum. Fjárlagahallinn þegar hún tók við var 13% af vergri þjóðarframleiðslu og ríkissjóður stefndi hraðbyri í greiðsluþrot. Nú hefur þessum fjárlagahalla að stærstum hluta verið eytt á örfáum árum. Það var gert með blöndu af niðurskurði og skattahækkunum en án þess að velferðarkerfið léti á sjá svo um munaði. Á árunum fyrir hrun var því stíft haldið fram að vinstrimönnum væri ekki treystandi til þess að reka ábyrga efnahagsstefnu. Hið gagnstæða hefur sannast. Vinstrimenn tóku við einum mesta efnahagsvanda sem við Íslendingar höfum upplifað og ráku svo ábyrga efnahagsstefnu að jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hampar þeim. Ef ekki fyrir þetta þá værum við í vondum málum í dag.
3. Landsvirkjun: Hún skipaði nýjan forstjóra Landsvirkjunar sem hefur gjörbreytt stefnu fyrirtækisins í þá átt að hámarka verðið (og þar með arðinn) sem við fáum fyrir auðlindina. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar neitaði Landsvirkjun af einhverjum ástæðum að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju. Öll umræða um skynsemi stóriðjuframkvæmda var af þeim sökum út og suður. Þessu var strax breytt eftir að ný forysta tók við. Þá kom í ljós að Landsvirkjun hafði verið að selja orkuna með nokkuð ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. En nýr forstjóri hefur síðan lagt áherslu á að hverfa af þeirri braut. Og nú glittir í það að Landsvirkjun geti farið að greiða eiganda sínum talsverðan arð. Það var mikið!
4. Seðlabankinn: Hún rak Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Ég hvet lesendur til þess að reyna að hugsa þá hugsun til enda að Davíð væri enn seðlabankastjóri.
5. Skuldavandi heimilanna: Hún hefur staðið sem klettur gegn ævintýralegum þrýstingi um almenna skuldaniðurfellingu. Slík skuldaniðurfelling hefði haft afleitar afleiðingar. Hún hefði verðlaunað þá sem fóru sér að voða fjárhagslega á árunum fyrir hrun á kostnað þeirra sem fóru varlegar. Hún hefði kostað ríkið hundruð milljarða og því í raun þýtt miklu hærri skatta í áratugi (og eru skattar nógu háir fyrir). Hún hefði í mörgum tilfellum falið í sér stórkostlegar niðurgreiðslur til hátekju- og stóreignafólks á kostnað almennra skattgreiðenda. Og hún hefði falið í sér verulega tilfærslu fjár frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins (hún hefði verið einhver stærsti landsbyggðarskattur sögunnar). Í stað almennrar niðurfellingar hefur ríkisstjórnin staðið fyrir aðgerðum sem beinast sérstaklega að þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda (110% leiðin, greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun, beina brautin, breytingar á gjaldþrotalögum). Það er súrt að sjá ríkisstjórnina gjalda fyrir það að taka jafn skynsama afstöðu í jafn mikilvægu máli. Og sérstaklega súrt að sjá sjálfskipaða postula eignarréttar og ábyrgrar efnahagsstefnu kasta klæðunum og herja á ríkistjórnina í þessu máli.
6. Skattkerfið: Hún hefur gert grundvallarbreytingar á skattkerfinu sem miða að því að skattar leggist frekar á þá sem eru betur í stakk búnir til þess að greiða þá, þ.e. hátekju- og stóreignafólk. Á árunum fyrir hrun voru skattar á háar tekjur og fjármagnstekjur lækkaðir á meðan hækkun persónuafsláttarins hélt ekki í við laun. Fyrir vikið hækkuðu skatthlutföll lág- og millitekjufólks á meðan skatthlutföll hátekjufólks lækkuðu verulega. Á síðustu árum fyrir hrun var skattkerfið orðið þannig að þeir sem mestar tekjur höfðu greiddu lægra hlutfall tekna sinna í skatt en meðaljóninn. Þessu hefur núverandi ríkisstjórn breytt. Fyrir vikið hafa skatthlutföll lækkað hjá stærstum hluta þjóðarinnar.
7. Veiðigjald: Hún hefur lagt á veiðigjald sem loksins tryggir að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem verður til í sjávarútvegi. Fram að þessu hefur útgerðin fengið verðmætum aflaheimildum úthlutað frá hinu opinbera nánast án endurgjalds. Þessi ráðstöfun hefur fært eigendum útgerðarfyrirtækja ævintýralegan auð umfram eðlilegan arð af því fé sem þeir hafa lagt til rekstrarins. Á árunum frá hruni hefur þessi umframarður líklega numið um 45 ma.kr. árlega. Markmið ríkisstjórnarinnar er að veiðigjaldið leggist einungis á þennan umframarð. Þetta er framkvæmt með því að reikna fyrst framlegð útgerðarinnar í heild og draga síðan frá eðlilegan arð af því fé sem eigendur útgerðarinnar hafa lagt til rekstrarins (skip, frystihús o.s.frv.). Veiðigjaldið leggst einungis á þá upphæð sem eftir stendur. Vitaskuld er erfitt að meta nákvæmlega hver umframarðurinn í sjávarútvegi er. En þessi aðferð ríkisstjórnarinnar er snjöll og ætti að komast nálægt því að leggja gjald einungis á umframarðinn. Af þessum sökum mun veiðigjaldið tryggja hvort tveggja, að útgerðin búi við blómleg rekstrarskilyrði til frambúðar og að þjóðin fá sanngjarnan hluta auðlindaarðsins.
8. Breytingar á stjórnarráðinu: Hún hefur fækkað ráðuneytum úr tólf í átta. Stærsta breytingin er tilkoma atvinnuvegaráðuneytisins. Sú ráðstöfun að hafa sérstök ráðuneyti tileinkuð málefnum landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar orkaði tvímælis. Hættan var vitaskuld sú að ráðherrar í þessum ráðuneytum ynnu að hagsmunum sinna" atvinnugreina jafnvel þegar þeir sköruðust við almannahagsmuni eða hagsmuni annarra atvinnugreina. Stofnun atvinnuvegaráðuneytis ætti að draga verulega úr þessari hættu.
Vitaskuld er ekki allt gott sem þessi ríkisstjórn hefur gert og hún hefur langt frá því leyst öll erfið vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þar ber hæst gjaldeyrismálin. Lítið hefur miðað í þeim málum. Meðhöndlun Icesave og seinagangur varðandi framkvæmdir (t.d. stækkun vega út úr borginni) eru ámælisverð að mínu mati. Og svo er ég sjálfur ekki sérstaklega áhugasamur um inngöngu í Evrópusambandið, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð þess sambands.
Jón Steinsson er skoðanabróðir minn í flestum málum. Hann hefur talað af viti um efnahagsmál, sjávarútveginn og mörgum öðrum málum. Hvet hann til að skrifa fleiri greinar og jafnvel blogga.
kv
Sleggjan
Föstudagur, 7. september 2012
Samfylkingin vol 2
Ég sé ekki hvað er munurinn á þessum flokki og Samfylkingunni................ nema þetta með Eurovision.
hvells
![]() |
Vilja að auðlindir skili mun meira fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. september 2012
áhugavert
í kvótabaráttunni auglýstu útgerðafyrirtækin sín sem vinur fólksins og vinur landsbyggarinnar. "við þykjum vænt um fólkið"
en annað er nú að gerast... útgerðarmaður getur eyðilegt lífbrauð fjölmarka vestmanneygina án þess að blikka augum.
gott að hafa þetta atriði sem veganesti í næstu kvótabaráttu
hvells
![]() |
Málið stærra en Vestmannaeyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. september 2012
LV
Mögulegar arðgreiðslur Landsvirkjunar
Miðað við rekstraráætlanir LV, sem hér er unnið eftir, mun arðgreiðslugeta fyrirtækisins verða
töluverð í framtíðinni ásamt stórauknum tekjuskattsgreiðslum þegar framkvæmdatímabili lýkur árið
2025. Samtals gætu greiðslur til ríkissjóðs orðið á bilinu 30-112ma króna á hverju ári, háð þróun
rafmagnsverðs og hvort farið er í lagningu sæstrengs eður ei.
Það liggur beinast við að vega efnahagsleg áhrif af arðgreiðslunum á sömu vogarskálum og
fjárfestingar í orkumannvirkjum og iðnaði, þ.e. gert er ráð fyrir því að ríkisvaldið muni nýta fjármagnið
að öllu leyti til fjárfestinga innanlands með tilheyrandi margföldunaráhrifum, líkt og gerist í
fjárfestingum einkaaðila. Eini munurinn er sá að hér er gert ráð fyrir því að hið opinbera hafi heldur
meiri hneigð til innlendra framleiðsluþátta í fjárfestingu sinni en iðnaðar- og orkufyrirtæki. Mjög
svipaðar niðurstöður fengjust ef peningunum yrði varið til þess að örva innlenda eftirspurn með því
að lækka skatta eða auka ríkisútgjöld.
Mynd hér neðan sýnir því heildaráhrif af framkvæmdum og rekstri nýrra fjárfestinga í orku og iðnaði
ásamt arðgreiðslum LV miðað við niðurstöður og forsendur í sviðsmynd 1. Þessir þrír þættir eru
metnir á sama hátt með tilheyrandi margföldunaráhrifum svo hægt sé hægt sé að bera þá saman.
Mikilvægt er þó að hafa í huga að arðurinn kemur ekki aðeins af sölu nýrrar orku heldur einnig að
einhverju leyti til af hærra orkuverði til núverandi viðskiptavina
Arðgreiðslur LV í samhengi opinberra fjármála
Til að meta áhrif arðgreiðslna á opinber fjármál er sú forsenda gefin við framreikning ríkistútgjalda að
íslenska ríkið haldi fastri 42% hlutdeild af landsframleiðslu sem er nokkurn vegin meðaltal síðustu 10
ára fyrir bankahrunið 2008. Einnig verður að taka með í reikninginn að útlagður kostnaður ríkisins
breytist ávallt að hluta til í tekjur í gegnum skattkerfið þar sem laun bera tekjuskatt, aðkeypt aðföng
virðisaukaskatt og svo mætti lengi áfram telja. Þannig gætu arð- og skattgreiðslur LV ásamt afleiddum
skattaáhrifum mögulega verið um 3-6% af landsframleiðslu eða um 9-14% af tekjum ríkissjóðs á
þessum tíma. Þegar um arðgreiðslu er að ræða þarf heldur ekki að taka tillit til þeirra neikvæðu áhrifa
sem allajafna fylgir því að auka ríkisútgjöld með því að hækka skatta eða auka skuldir.
Þetta er sýnt nánar á Mynd 6 og Mynd 7 þar sem áhrif arðgreiðslnanna, bein ásamt ofangreindum
skattaáhrifum, eru sýnd sem hlutfall af landsframleiðslu og tekjum ríkissjóðs. Einnig má sjá
samanburð helstu útgjaldaflokka ríkissjóðs miðað við núverandi kostnaðarskiptingu ríkisútgjalda á
fyrri myndinni og samanburð við helstu tekjuflokka ríkissjóðs á seinni myndinni. Hér sést að greiðslur
frá LV gætu mögulega greitt fyrir háskóla, framhaldsskóla, menningu/íþróttir/trúmál og
löggæslu/dómstóla/fangelsi. Greiðslurnar
næðu langt í að greiða fyrir allt heilbrigðiskerfið sem kostar
rúmlega 8% af landsframleiðslu.
Þjóðhagslegur ábati af rekstri Landsvirkjunar til 2035
Sköpun starfa og gjaldeyris er það sem mörgum kemur í hug þegar litið er til þjóðhagslegs ábata eða
efnahagslegs ávinnings. Hins vegar eru þessi alþýðuvísindi ekki jafn traust og virðist í fyrstu, þar eð
fjöldi starfa og gjaldeyrisstreymi til landsins er fremur ónákvæmur mælikvarði á þjóðhagslegan ábata.
Lífskjör þjóða veltur ekki á þeim fjölda starfa sem þeim heppnast að skapa innan landamæra sinna,
heldur afrakstri þeirra eða framleiðni.
Eins og áður er getið skiptir tímasetning öllu þegar þjóðhagslegur ábati stórframkvæmda er metinn.
Miðað við þann slaka sem nú ríkir mun töluverður ábati stafa af fjárfestingum Landsvirkjunar á næstu
4-5 árum og má ætla að áhrifin verði svipuð og undir lok sjöunda áratugarins þegar framkvæmdir við
ÍSAL í Hafnarfirði fóru fyrst af stað og það á sama átti við á tíunda áratugnum þegar álver var byggt á
Grundartanga og ÍSAL stækkað. En í bæði þessi skipti skiluðu fjárfestingar í orku og iðnaði mjög
kærkomnum hagvaxtarhvata á samdráttartímum. Þannig má draga þá ályktun að hagvaxtaráhrif
framkvæmdanna verði nær algerlega hreinn ábati fyrir efnahagslífið með litlum sem engum
ruðningsáhrifum. En það sem meira er, með því að vinna gegn samdrættinum er verið að verja
hagvaxtargetu kerfisins sem skilar varanlega meiri framleiðslugetu þegar litið er til lengri tíma.
Það sem skiptir þó mestu máli fyrir þjóðhagslegan ábata af rekstri LV er þó söluverð á rafmagni sem
ákvarðar arðgreiðslugetu fyrirtækisins. Sú stefna hefur lengi verið ríkjandi hérlendis að selja raforku
mjög nærri kostnaðarverði, sem m.a. endurspeglast í sögulegri lágri arðsemi LV sem hefur verið á
bilinu 3-6% að meðaltali. Arðsemin verður að teljast lág í ljósi þess að baki rekstrinum liggja
orkuauðlindir landsins sem felast í beisluðum fallvötnum. Séu þessar náttúruauðlindir raunverulegar
auðlindir fyrir landið ætti það að endurspeglast í hárri arðsemi fyrirtækisins og arðgreiðslum. Ef
arðsemin er í lægra kanti þess sem þekkist í almennum atvinnurekstri bendir það til þess að
auðlindarenta sé annað hvort ekki til staðar eða renni til orkukaupans með lágu orkuverði.
Forsendur framkvæmdaáætlunar LV, sem þessi skýrsla vinnur eftir, gerir ráð fyrir því að samhliða því
að auka orkuframleiðslu verði hægt að ná fram auðlindarentu sem hægt verði að greiða ríkissjóði
sem arð. Það liggur fyrir að meðalkostnaður í orkuframleiðslu á Íslandi er lægri en þekkist í Evrópu
þökk sé náttúruaðstæðum hérlendis, en jafnframt er ljóst að fjarlægðin frá orkumarkaði Evrópu gerir
það að verkum að söluverð raforku getur ekki verið hið sama. Þess vegna er það umdeilanlegt hvaða
renta er möguleg eða sanngjörn, en í þessari títtnefndu rentu er samt sem áður falinn gríðarlegur
þjóðhagslegi ábati fyrir land og þjóð af starfsemi fyrirtækisins sem hefur fengið svo stóran hluta af
auðlindum landsins í sína umsjá.
Kjarni málsins er sá að þegar söluaðili raforkunnar er opinber aðili sem greiðir arð til ríkisins en
kaupandi er erlent stórfyrirtæki sem flytur allan hagnað úr landi ræðst þjóðhagslegur ábati vegna
raforkuframleiðslu fyrst og fremst af því raforkuverði sem þessir aðilar semja um á milli sín. En þeir
þættir sem mest ber á í umræðunni um stóriðjuna hérlendis, s.s. sköpun starfa, skipta mun minna
máli í þessu samhengi nema því aðeins að fyrirtækin geta haft veruleg svæðisbundin áhrif á
vinnumarkaðinn í kringum sig.
http://www.landsvirkjun.is/media/2011/ahrif_ardsemi_Landsvirkjunar_til_2035.pdf
hvells
![]() |
Rammaáætlun endurflutt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. september 2012
Þú gleymir einu.
BHM segja ávalt að skattborgarar eiga að ganga í ábyrgð lífeyrisréttinda opinbera starsmanna (yfir 300milljarðar núna) vegna þess að opinberir starsmenn eru með lægri laun.
Þarf þá ekki að taka þessi lífeyrisréttindi inn í þessar tölur núna?
BHM sjálf nota lífeyrisréttindi og laun sem rök fyrir betri lífeyrisréttindi en almenningur.
hvells
![]() |
Með 20% lægri laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. september 2012
óumdeilt
Guðbjartur þarf ekki að afsaka neitt. Gylfi hefur staðið sig feikivel og hann fékk annað atvinnutilboð. Það hefði kostað skattborgara meira ef nýr stjóri hefði tekið við með tilheyrandi þjálfunarkostnaði og ákveðnu þekkingarferli sem fer í gang þegar maður byrjar í nýju starfi.
hvells
![]() |
Hækkunin tengist öðrum störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. september 2012
Álverin og hagsældin
Álframleiðsla á Íslandi hófst árið 1969 þegar álverið í Straumsvík tók til starfa. Framleiðslan fyrsta árið var 33.000 tonn. Álverið í Straumsvík hefur síðan verið stækkað og framleiðslugeta þess aukin í 185 þúsund tonn. Á undanförnum árum hafa tvö önnur álver tekið til starfa, álver Norðuráls á Grundartanga árið 1998 og álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði árið 2007. Samanlögð framleiðslugeta þessara 3ja álvera er nú rúm 800 þúsund tonn. Heimsframleiðsla á áli var um 40 milljónir tonna árið 2010 og er því hlutur Íslands um 2,0%.
Ljóst er að uppbygging stóriðju á Íslandi hefur umbreytt hagkerfinu hér á landi. Með auknum álútflutningi hefur tekist að draga úr hlutfallslegu vægi annarra útflutningsgreina og skjóta fleiri stoðum undir rekstur þjóðarbúsins. Tilkoma álútflutnings hefur verið til sveiflujöfnunar í hagkerfinu. Frá árinu 1969, þegar álverið í Straumsvík tók til starfa, hefur hlutur áls í vöruútflutningi tæplega fimmfaldast en hlutur sjávarútvegs nær helmingast. Árið 2010 námu útflutningsverðmæti áls um fjórðungi af heildarverðmæti alls útflutnings í hagkerfinu.
Árið 2010 námu tekjur af útflutningi áls 225 milljörðum króna. Þetta svarar til um það bil 25% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Til að framleiða þessi verðmæti þurfti að flytja inn súrál fyrir um 63 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuður áliðnaðarins á síðasta ári nam um 120 milljörðum króna. Kostnaður sem fellur til vegna reksturs álveranna hér á landi nemur um 40% af heildartekjum þeirra. Á síðasta ári nam þessi kostnaður því um 80 milljörðum króna.
Sala raforku til áliðnaðar hefur verið með arðsömustu starfsemi raforkufyrirtækja hér á landi um árabil sbr. nýlegar upplýsingar OR og Landsvirkjunar. Sem dæmi má nefna að arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar hefur að meðaltali verið um 15% á ári undanfarin 10 ár. Það er nokkru meiri arðsemi en að meðaltali hjá skráðum bandarískum orkufyrirtækjum á sama tímabili samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið á síðasta ári. Um 80% af raforkusölu Landsvirkjunar er til stóriðju. Þá hefur Landsvirkjun gefið það út að félagið geti greitt upp allar skuldir sínar á 10-12 árum. Má hiklaust fullyrða að sala á orku til stórnotenda hafi verið forsenda þess að Íslendingar gátu ráðist í virkjun fallvatnanna og þar með nýtt sína helstu auðlind, þjóðinni til hagsbóta.
Því er stundum haldið fram að almenningur hafi niðurgreitt raforkuverð til stóriðju. Slíkt er fjarri sanni. Stærra og hagkvæmara raforkukerfi með meiri sölu til orkufreks iðnaðar hefur þvert á móti leitt til lækkunar á raforku til almennings. Raforkuverð til heimila hefur að jafnaði lækkað um 25% að raunvirði frá árinu 1997, sem að stórum hluta má skýra með auknu umframafli frá orkufrekum iðnaði sem sinnir afltoppum á almenna markaðnum. Samkvæmt tölum sem birtar voru á ársfundi Landsvirkjunar árið 2010, er raforkuverð til almennings á Íslandi, hið lægsta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Á fundinum kom einnig fram að ef borið er saman sambærilegt raforkuverð til stóriðju annars vegar og almennings hins vegar, greiða álverin að meðaltali um 70% þess verðs sem heimilin greiða. Nýtingartími álveranna er hins vegar mun meiri, eða 96% að jafnaði samanborið við um 56% hjá almennum notendum. Að teknu tilliti til þessa eru álverin að greiða 24% hærra verð fyrir uppsett afl en almennir notendur.
Landsvirkjun hefur á undanförnum árum byggt upp traust eiginfjárhlutfall án framlaga frá eigendum sínum og verið fær um að standa undir afborgunum þeirra lána sem fyrirtækið hefur tekið. Þar hafa skattgreiðendur ekki þurft að hlaupa undir bagga.
Hjá fyrirtækjum í íslenskum áliðnaði starfa liðlega 2.000 manns. Samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands má gera ráð fyrir að starfamargfaldari áliðnaðarins sé 1,4. Þannig má ætla að minnsta kosti um 4.800 manns hafi framfæri sitt af álframleiðslu með beinum hætti.
Í gegnum tíðina hafa álver á Íslandi almennt greitt hærri laun en almennir kjara-samningar kveða á um og álver hafa verið eftirsóttir vinnustaðir. Álverin hafa þannig haft tiltölulega greiðan aðgang að vinnuafli og þeim hefur jafnframt haldist vel á starfsfólki sínu. Á árinu 2009 voru heildarlaun starfsfólks í álverum að meðaltali 437.000 kr. á mánuði. Til samanburðar voru heildarlaun verkafólks 320.000 kr. að meðaltali, samkvæmt gögnum frá Hagstofunni. Á bak við heildarlaun verkafólks voru 44,5 vinnustundir á viku en 43,2 vinnustundir í álverum. Heildarlaunagreiðslur álfyrirtækjanna þriggja námu um 10 milljörðum króna árið 2009.
Erfitt er að fullyrða um nákvæm áhrif stóriðjuframkvæmda á búsetu og vinnumarkað viðkomandi svæða enda ástand á vinnumarkaði og sveigjanleiki vinnuaflsins afar mismunandi eftir svæðum. Hitt er vitað að uppbygging stóriðju skapar ýmis störf, bæði við virkjanaframkvæmdir, byggingu álvera og rekstur þeirra. Í sumum tilfellum er um að ræða sérhæfð störf, sem hefðu ella ekki orðið til, í öðrum tilfellum almennari störf, t.d. við ýmis konar þjónustu.
Að auki ber að hafa í huga að þegar álver er byggt er ekki tjaldað til einnar nætur heldur miðast uppbyggingin við áratugalanga starfsemi. Tilkoma álvers er því góð kjölfesta fyrir atvinnulíf viðkomandi svæðis.
Unnin var vönduð úttekt á áhrifum af byggingu álvers Alcoa-Fjarðaáls á Norðausturlandi. Þar kemur meðal annars fram að íbúum á svæðinu fjölgaði um 22% á árunum 2002-2008. Að sama skapi hækkuðu laun marktækt meira á svæðinu en annars staðar á landsbyggðinni. Meðallaun á áhrifasvæði framkvæmdanna hafa verið þau hæstu á landsbyggðinni frá 2002.
Álver á Íslandi eru langstærstu orkukaupendur landsins og standa þar með að mestu undir þeim gríðarlegu fjárfestingum sem Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki hafa ráðist í. En þau kaupa einnig margvíslegar aðrar vörur og þjónustu. Þar má nefna þjónustu af verktökum, verkfræðistofum, bönkum, verkstæðum, sveitarfélögum og ýmsum opinberum aðilum. Þá er um að ræða mikil vörukaup og viðskipti vegna flutninga milli landa og innanlands.
Árið 2010 áttu íslensk álver viðskipti við um 700 innlend fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, fyrir samtals 24 milljarða króna. Þar eru orkukaup álveranna ekki innifalin.
Þegar ráðist er í uppbyggingu álvers kemur nýtt fé inn í viðkomandi sveitarfélag. Margir fá störf við bygginguna og þeir þurfa svo aftur á ýmis konar þjónustu að halda. Þessi margþættu áhrif sem leiða af uppbyggingunni hafa verið kölluð margfeldisáhrif og með því að líta einnig til þeirra má fá gleggri mynd af þeim áhrifum sem fjárfestingar á borð við byggingu álvers hafa í för með sér. Hluti af þessum margfeldisáhrifum kemur fram annars staðar en í heimabyggð. Til dæmis má gera ráð fyrir að umsvif á landsbyggðinni kalli á vinnu í stjórnsýslu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Mörg fyrirtæki, lítil og meðalstór, byggja afkomu sína að miklu leyti á viðskiptum við álverin og hafa jafnvel sérhæft sig á því sviði. Sem dæmi um þessi umsvif má nefna að árið 2009 unnu 320 manns á vegum verktaka á álverssvæðinu í Reyðarfirði, eingöngu fyrir Fjarðaál og um 120 manns utan álversins í Straumsvík eingöngu fyrir Alcan á Íslandi hf. Í flestum tilfellum er um að ræða sérhæfð störf, sem hefðu ekki ella orðið til.
Ýmis starfsemi hefur vaxið og dafnað hér á landi vegna uppbyggingar áliðnaðar. Nærtækast er að nefna umfangsmikla starfsemi verkfræðistofa en hlutdeild innlendra verkfræðistofa í hönnun og verkefnastjórnun við byggingu álvera hefur aukist mjög á undanförnum árum. Stafar sú þróun helst af aukinni sérfræðiþekkingu og auknu bolmagni þessara fyrirtækja til að sinna stórframkvæmdum vegna þeirrar miklu uppbyggingar sem orðið hefur í áliðnaði og tengdum orkuframkvæmdum.
Einnig hafa fjölmörg sérhæfð þjónustufyrirtæki sprottið upp í tengslum við áliðnað. Dæmi eru um að slík fyrirtæki séu farin að flytja út þjónustu sína og þekkingu. Tilkoma áliðnaðar hefur stuðlað að fjölbreyttari uppbyggingu í atvinnulífi Íslendinga á undanförnum áratugum.
http://www.samal.is/
hvells
Föstudagur, 7. september 2012
rögl
Var Kristín rektur að fá betra tilboð og hærri laun erlendis?
NEI
Nákvæmlega.
Kyn kemur þessu ekki við.
hvells
![]() |
Ætli kyn skipti máli? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. september 2012
Hvar er gagnsægið?
Sömu flokkar og komust til valda í Ríkisstjórn með loforð um gagsæji eru þeir sem hafa ráðið í Hafnarfirði.
En það er ekkert gagnsæji á þeim bænum.
Sorglegt.
hvells
![]() |
Önnur kæra vegna samnings við Depfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |