Föstudagur, 21. september 2012
Jæja, búið mál, aftur að vinna
Það er búið að hætta við launahækkunina.
Verkfall/þrýstingurinn/spuninn má hætta. Þið voruð byrjuð að kynda undir í fjölmiðlum. Fá fólk með ykkur, fá svo óörugga stjórnmálamenn að hækka launin ykkar, við þekkjum þetta.
En það var hætt við hækkun forstjórans, tími til að byrja aftur að vinna.
kv
Sleggjan
![]() |
Erfitt að byggja upp traustið aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. september 2012
Betri en síðast.
Ég verð nú bara að segja upphátt það sem allir Íslendingar hugsa.
Ég vona að þessi banka einkavæðing heppnast betur en síðast.
hvellurinn
![]() |
Bankafrumvarp lagt fram á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. september 2012
Enginn frá VG
Fólk mundi búast við að "jafnasti flokkur Íslands" VG mundi stiðja þetta.
En nei.
Ástæðan?
jú það eru feministar innan flokksins sem vilja ekki jafnræði í foreldramálum. þau segja að foreldramálin eru einu málin sem konur hafa yfirhöndina og þessvegna vilja þau ekki breyta þessu.
Þetta kom líka skýrt fram í jafnréttisfrumvarpi Rögnu Árnadóttir sem hún smíðaði af fagmennsku og Ögmundur sló útaf borðinu... svo feministar í flokknum verða þægar.
Þetta er öll jafnréttisþráin í feministum.
hvellurinn
![]() |
Búsetuform barna með tvö heimili verði jafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. september 2012
Afstaða stjórnmálaflokka til verðtryggingar, heildar yfirlit
"Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar "
"Verðtryggð húsnæðislán eru líklega ólögleg vegna MiFID neytendalöggjafar ESB sem er í gildi á Íslandi og vill flatan niðurskurð og setja sérstök neyðarlög til að breyta verðtryggðum skuldum heimilanna "
"Verðtrygging neytendalána á ekki að vera valkostur í nútímasamfélagi."
"4% þak verði sett á hámarkshækkun verðtryggingar á neytendalán á ársgrundvelli "
"Tekin verði frekari skref til að draga úr vægi verðtryggingar og núverandi úrræði fólks í greiðsluvanda rýnd meðal annars með tilliti til þess hóps sem fjármagnaði íbúðakaup með lánsveðum."
"Í tillögunni kemur fram að verðtrygging verði aflögð þegar stöðugleiki næst og boðið upp á óverðtryggð húsnæðislán sem valkost. "
"Stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, krefst þess að strax verði hafist handa við afnám verðtryggingar. "
"Á Íslandi ríki efnahagslegt jafnvægi með stöðugum gjaldmiðli og þar með lækki húsnæðisvextir, verðtrygging verði lögð af, rekstrarskilyrði fyrirtækja batni og Íslendingar njóti frjálsra alþjóðlegra viðskipta."(Innskot Sleggjunnar: Greinilegt að þeir ætla ekki að beita sér gegn verðtryggingu beint, heldur láta ESB aðild laga sjálfkrafa).
"Burt með verðtryggingu fjármagns á þrem til sex mánuðum."
Allir flokkar frekar afgerandi.
Persónulega finnst mér afstaða BF skynsamlegust.
kv
Sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 20. september 2012
Dögun og aðrir lýðskrumarar þurfa að skilja
http://www.vb.is/skodun/76359/
Mjög góð grein um sögu verðtryggingar á íslandi. Mæli með að fólk lesi. En lykilsetningin er:
"Verðtryggð lán á Íslandi eru engin tilviljun, lánveitendur eru ekki tilbúnir að lána óverðtryggt til langs tíma nema gegn háu álagi vegna verðbólgusögu landsins."
Þeir sem vilja banna verðtryggingu þurfa að skilja að þá hækka vextirnir. Vill fólk það? Er ekki betra að hafa val?
Til þeirra sem tóku verðtryggt lán með það í huga að horfa á verðbólgumarkmið Seðlabankans. Hvað voruð þið að hugsa? Væri ekki nær að skoða sögu verðbólgu á Íslandi?
Orðað vel í greininni:
"Bankarnir rugluðu svo fólk í ríminu með því að hafa sjálfvalið í reiknivélum á heimsíðum sínum, þegar fólk ætlaði að skoða greiðslubyrðina af lánunum, 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans, enda þótt líkurnar á að það næðist hafi verið litlu meiri en vinningslíkurnar í Lottó. "
Þó að bankarnir voru með þessar forsendur, þá hindrar það ekki sjálfstæða hugsun hjá fólki er það nokkuð?
kv
Sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 20. september 2012
Hvar liggur hundurinn grafinn?
http://www.vb.is/frettir/76373/
"Rekstur Íbúðalánasjóðs er slæmur kostur fyrir lántakendur því vextir sjóðsins eru þeir hæstu í heimi en afleitur kostur fyrir skattgreiðendur sem þurfa að dæla í hítina tugum milljarða til að halda stofnuninni ofanjarðar. Er þetta meðal þess sem kemur fram í grein Arnars Sigurðssonar, fjárfestis, sem birtist í Viðskiptablaðinu í síðustu viku.
Segir hann að nærtækast væri að loka fyrir ný útlán frá sjóðnum í núverandi mynd og kanna með hvaða hætti lánveitendur tækju á sig hluta af neikvæðri afkomu sjóðsins. Þá kæmi til greina að stofna nýjan heildsölubanka án ríkisábyrgðar sem þjónusta myndi bankastofnanir sem afgreiddu lánin gegn fyrsta veðrétti en framseldu svo veð í útlánasöfnum sínum til hins nýja heildsölubanka."
Semsagt Íbúðalánasjóður er dýrasti "bankinn" í heimi (hæstu vextirnir). En samt alltaf rekinn með tapi. Það virðist vera regla frekar en undantekning að ríkisbatterí tapi pening. Sama hve há verðlagningin er.
kv
Sleggjan
Fimmtudagur, 20. september 2012
Gamla Ísland
Baldur er hluti af gamla Íslandi þar sem embættismenn og pólitikusar litu niður á almemning. Þeir sviku almenning og veittu sér allt á kostnað skattborgara.
Svo betur fer hefur hann farið í tukthúsið og mun ekki starfa í stjórnsýslunni í bráð.
Baldur er hluti af gamla Íslandi.
hvells
![]() |
Baldur gerir athugasemdir við Kastljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. september 2012
Förum skynsamlega leið.
Það er alveg ótækt að ríkisútgjöld hafi aukist um 47% að raunvirði... sem merkir að tekið sé tillit til verðbólgu. Ef verðbólga hefur t.d verið 50% á þessu tímabili þá hafa útgjöld aukist um 97%... sem er ekki fjær sannleikanum.
Það er hægt að skera meira niður og gera stjórnsýsluna skilvirkari án þess að skerða þjónustu.
Í framhaldi er hægt að styrkja menntakerfið og lækkka skatta.
hvells
![]() |
Ríkisútgjöld hafa aukist um helming á sjö árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. september 2012
Allt fyrir ekkert
http://www.dv.is/frettir/2012/9/20/logid-og-bullad-i-manni/
Þessi vill fá allt fyrir ekkert.
Best væri fyrir hann að sækja um vinnu. Taka aukavaktir jafnvel og spara.
kv
Sleggjan
Fimmtudagur, 20. september 2012
NEI sinnar í áfalli.
Ég býst við því að NEI sinnar séu í áfalli núna.
Þeir óska þess heitast að ESB fer á hausinn en þvert á móti er Spánn í bullandi siglingu. Vextir lækka sem er merki um að áhætta að lána þeim fer minnkandi. Svo verða vextir til fyrirtækja og einstaklinga lægri eftir því sem ríkið minnkar lántökukostnaðinn sinn.
Margir Spáðu því að Grikkland mundi falla og svo Spánn strax á eftir.
En staðreyndirnar tala sínu máli.
Á meðan NEI sinnar eru í áfalli.
hvells
![]() |
Lántökukostnaður Spánar lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |