Fimmtudagur, 1. nóvember 2012
Reynir að heilla
Sigmundur stefnir að flutningi lögheimilisins en hefur ekki tekið ákvörðun um hvar hann ætlar að búa í kjördæminu.
Hann er að reyna að heilla íbúa kjördæmisins. En hvað þýðir það flytja lögheimilið sitt. Hann lofar að fara ti sýslumanns og skrifa undir pappíra. Til hamingju Sigmundur.
En mun hann búa þar? Efast stórlega um það. Enda kemur fram í fréttinni að hann hefur ekki "tekið ákvörðun" um hvar hann ætli að búa. Ég sé í gegnum það rugl.
kv
Sleggjan
![]() |
Flytur í kjördæmið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. nóvember 2012
Fréttastofa Sleggjunnar
Þegar íslenskir fjölmiðlar sofa á verðinum verð ég að flytja fréttir.
Hryðjuverkamenn frá Gaza-svæðinu, skutu 18 eldflaugum að fjölmennum íbúðabyggðum í Ísrael á einum degi.
Micky Rosenfeld, talsmaður lögreglunar sagði í viðtali við AFP, fréttastofuna að minnsta kosti 18 eldflaugum hafði verið skotið á ísraelst landsvæði og öll skotin hefðu verið á þéttbýli. Mikið hefur verið skotið á Ísrael undanfarið og þessar átján eldflaugar sem talað er um komu allar eftir miðnætti. Árásinar ullu ekki manntjóni en talsverðu eignatjóni.
...
Hryðjuverkahópur kenndur við Ezzadine al- Qassam, lýsti yfir ábyrgð á eldflauga regninu; og byrti myndband af því þegar þeir voru að skjóta eldflaugum yfir landamærin. Á myndbandinu segjast þeir eingöngu skjóta á hermenn og bækistöðvar þeirra. En skotmörkin voru Sufa, Kissufirm, Beeri, Yad Mordechai og Nahal Os. Allir þessir staðir eru íbúabyggðir og hafa ekkert hernaðarlegt mikilvægi. Í sama myndbandi lýsa þeir því yfir að árásinar séu hefndaraðgerðir vegna dauða Suleiman Kamel al- Qara, þekkts hryðjuverkamanns úr þeirra röðum.
Það fer lítið fyrir fréttum eins og þessum. Líklega er árásir á gyðinga ekki vinsælt fjölmiðla efni? Allavegna ekki eins vinsælt og þegar gyðingar valda eigna- eða manntjóni við að verja hendur sínar fyrir ofstækis- og hryðjuverkamönnum. Eina lýðræðisríkið í heiminum sem liggur undir ámæli fyrir slíkt. Allstaðar annarsstaðar kallast það mannréttindi og þjóðfélagsleg skylda.
Börn í suður-Ísrael, hafa ekki getað sótt skóla vegna sprengjuregnsins og reyna að halda í við námið í loftvarnarbyrgjum.
Miðvikudagur, 31. október 2012
Íslenska þjóðin stígur ekki í vitið
Hvernig verður þetta ef tillögur að nýrri stjórnarskrá verða að veruleika? Einn þrýstihópur getur fengið alla þjóðina með sér í lið með lýðskrumi.
Af hverju segi ég lýðskrum? Jú, þeir eru að biðja um 10% af áfengisskatti sem þegar er í notkun. Þetta er ekki nýr peningur. Þeir þurfa auðvitað að taka fram hvar á að skera niður.
Önnur leið hefði virkað fyrir SÁÁ , það er að safna undirskriftum fyrir 10% hækkun á áfengisskatti og sá VIÐBÓTARpeningur væri notaður í þeirra þágu. Hvað ætli margar undirskriftir fengust við þá leið?!?!?
Þeir sem skrifuðu undir þetta plagg ættu líka að hugsa með sér hvar á að skera niður eða hækka skatta. Það er ekki hægt að haga sér svona. Svo eru sveitafélögin að styðja þetta, bæjarstjórnir. Jú af hverju? Ástæðan er að í þessum 10% eru tillögur um að sveitafélögin fái pening af þessu.
kv
Sleggjan
![]() |
20 þúsund skrifað undir Betra líf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 30. október 2012
Ísrael hið friðsama ríki
Ísraelsher vill fullreyna dipómatísku leiðina áður en til gripið er til annarra aðgerða.
Íran hefur margoft lýst yfir að þeir vilji eyða Ísrael út af kortinu. Íran er að þróa kjarnorkuvopn. Leggið saman tvo og tvo, ef Íran ákveður að nota vopnin, hvert haldiði að sprengjurnar munu lenda?
En Ísrael grípur samt ekki til vopna. Vill fullreyna viðskiptaþvingarnir.
kv
Sleggjan
![]() |
Ísrael og Bandaríkin ræða um Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. október 2012
Wall street lokað
http://dealbook.nytimes.com/2012/10/29/u-s-markets-to-be-closed-on-tuesday/
"Even in an era of widespread electronic trading, markets and those who tend to them are still proving vulnerable to the fury of a major hurricane.
Stock markets in the United States will be closed again on Tuesday for a second day without trading as Hurricane Sandy’s approach intensified the wind and rain in the New York area."
Wallstreet hefur veirið lokað í dag og mun vera lokað á morgun. Þetta er eitt merki um hvað þessi stormur er gríðarlega mikill og Bandaríkjamenn eru mjög hræddir og telja að stormurinn Sandy mun hafa mikil áhrif. Jafnvel um hver verður foseti Bandaríkjanna.
hvells
Mánudagur, 29. október 2012
Guðlaugur Þór duglegur
Það hefur margoft verið sagt hér á blogginu að Guðlaugur Þór er duglegasti þingmaðurinn. Hann hefur sína fortíð í styrkjamálum og REI-bulli. En batnandi mönnum......
"Orðið á götunni er að sú ákvörðun Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að sett verði upp sérstök reiknivél hjá Umboðsmanni skuldara til að endurreikna gengistryggð lán almennings sé mikill sigur fyrir Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann.
Margir mánuðir eru frá því Guðlaugur Þór kynnti fyrst reiknivél sína fyrir lántakendur í pistli á Pressunni og hafa fjölmargir notað vélina með góðum árangri, enda var henni ætlað að færa fólki eitthvað vopn í hendurnar í samskiptum sínum við lánastofnanir.
Orðið á götunni er að þingmenn séu flestir sammála um að vinnusamari þingmenn en Guðlaug Þór sé erfitt að finna í þinginu nú um stundir. Hann er sannarlega ekki allra, en fáir séu duglegri í að fylgja málum eftir og halda ríkisstjórninni við efnið "
Eitt af mörgum málum sem Guðlaugur er að vasast í. Að vera stjórnarandstöðuþingmaður þýðir ekki að vera bara aðgerðarlaus.
kv
Sleggjan
Mánudagur, 29. október 2012
Góðir og fræðandi þættir um stjórnmálin í Bandaríkjunum
Alltaf gott að taka sér pásu frá því sem er að gerast á klakanum. Víkka sjóndeildarhringinn. Af hverju ekki að skoða Bandaríkin og stöðu stjórnmálanna þar á bæ.
http://dagskra.ruv.is/nanar/15263/
Fjögurra þátta sería um bandarísk stjórnmál.
Umsjón: Magnús Sveinn Helgason.
Góða skemmtun
kv
Sleggjan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. október 2012
Hinn gullni meðalvegur. Frjálshyggjan
Góð ræða hjá Gunnlaugi
"Ég held að það sé mikilvægt að gera fólki grein fyrir þessu: Að frjálshyggjan sé á miðjunni"
"Í hverjum málaflokki er hægt að hugsa sér öfgamenn í sitt hvora áttina. Það má hugsa sér þann sem vill banna tiltekinn sjónvarpsþátt, t.d. Silfur Egils. Sá maður er öfgamaður, sem hótar Agli ofbeldi ef hann sendir út þátt sinn. Svo er líka til sá öfgamaður sem vill skylda fólk til að taka þátt í að gera þáttinn. Sá maður hótar þeim ofbeldi sem ekki greiða útvarpsgjaldið."
"Við ættum kannski að kenna frjálshyggjuna frekar við ofbeldisleysi en frelsi. Frelsið er bara svigrúmið sem skapast þegar ofbeldi er ekki til staðar. Frelsið fylgir því ofbeldisleysinu. Við erum ekki fylgjandi neinu frelsi sem leiðir af ofbeldi. "
"Mynduð þið trúa mér ef ég segði ykkur að einn frægasti frjálshyggjumaður í heimi hefði komið til Íslands á fund nýlega og fyllt Laugardalshöllina? Hann kom meira að segja eftir hrun! Fleiri komu á fundinn en komu til dæmis í Háskólabíó í búsáhaldabyltingunni, en þó kallaði sá hópur sig þjóðina. Fólk hlustaði í andakt á þennan frjálshyggjumann og margir töldu jafnvel að hann hefði einmitt eitthvað mikilvægt að segja okkur vegna bankahrunsins sem átti sér stað á Íslandi skömmu áður.
Þessi maður kom. Þetta gerðist. Hann heitir Tenzin Gyatso. Kallaður Dalai Lama. Ég hvet ykkur til að lesa það sem hann hefur sagt til að sannfæra ykkur um að hann sé frjálshyggjumaður."
Öll ræðan er hér
Hvells
Mánudagur, 29. október 2012
Kvartar yfir lítilli fjölmiðlaathygli en fær hana samt
Hún gangrýnir fjölmiðla fyrir litla athygli sem hún fær. Næstum grét.
Ég sagði alltaf að hún verði að vekja á sér athygli til þess að komast í fjölmiðla. Blogga eða Facebook eða hvað sem er.
Nú setti hún inn færslu á bloggið sitt og komst í fjölmiðla í kjölfarið. mbl,dv,eyjan.
Vonandi sé hún að það er ekki við fjölmiðla að sakast. Heldur hana sjálfa.
Nú er hún væntanlega hoppandi af gleði. Kastljósið beinist að henni um stund.
kv
sleggjan
![]() |
Vill að Már útskýri ummæli sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 28. október 2012
Danska krónan er tengd beint við Evru!
Marklaus könnun.
kv
sleggjan
![]() |
Danir vilja ekki taka upp evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |