Föstudagur, 14. desember 2012
Jón að misskilja eins og oft áður
Jón segir:
Það er ekkert annað að gera en hætta þessum sýndarviðræðum og spyrja þjóðina hvort hún vill að gengið verði í ESB eða ekki..."
Þjóðin verður spurð þegar viðræðum er lokið. Þá meira segja höfum við samning á borðunum en ekki óljóst garg út í loftið.
Ef Jón skilur það, verður hann sáttur.
kv
Sleggjan
![]() |
Byggi á vilja þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. desember 2012
Hvar eru Íslendingarnir sem börðust fyrir "mannúð" fyrir mánuði síðan
Hvar eru Íslendingarnir sem voru að styðja Palestínumenn (hryðjuverkamennina á Gaza) fyrir nokkrum vikum?
Þetta er orðið að blóðbaði í Sýrlandi. Dauðfallið margfalt en það sem var á Gaza. Hvar eru áhyggjurnar?
Hvar eru mótmælin?
Bjóst svosem aldrei við að samræmi frá þessu fólki.
kv
Sleggjan
![]() |
Blóðslóð í kjölfar arabíska vorsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. desember 2012
Jákvætt fyrir Íslendinga
Í ljósi þess að við erum að sækja um aðild að ESB þá eru þettu góðar fréttir.
Alvöru bankaeftirlit. Fjármálaeftirlitið á Íslandi brást illilega. Voru poster boys fyrir Icesave og leyfðu bönkunum að leika lausum hala.
Svo styrkir þetta Evruna, okkar framtíðargjaldmiðill. Krónan verður úr sögunni enda er þessi gjaldmiðill bara hörmung (krónan er ástæða verðtryggingar, þeir sem vilja ekki verðtryggingu vilja ekki krónuna það er ekki flóknara).
Þeir sem hafa spáð dauða evrunnar í meira en 2 ár mega fara hætta því, það er orðið garg út í loftið.
Bjart er framundan.
kv
Sleggjan
![]() |
Sameiginlegt bankaeftirlit samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. desember 2012
Sleggjan einn á móti öllum eins og vanalega
Það tala allir eins og það sé gefið að Assad sé á förum.
Allir Íslendingar.
Clinton og Obama.
Norðurlöndin.
Eystrarsaltsríkin.
Ok. þau um það.
Sleggjan segir að Assad sé ekki á förum.
Nokkrir möguleikar í boði:
Assad heldur völdum og nær að berja niður uppreisnina.
Þjóðstjórn
Það sem ég tel líklegast:
Assad deilir með sér völdunum,svipað og Í Simabwe, nema það að Assad þarf ekki að gefa eins mikið völd frá sér.
Mark my words. Screenshottið, það sem þið viljð. Pósta þessari færslu eftir eitt ár og sjáum hver hafði rétt fyrir sér. Sleggjan hefur ekki slegið feilnótu.
kv
Sleggjan
![]() |
Fagna því að stjórnarandstöðuöflin hafi sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. desember 2012
Bloggsíðan styður Árna Pál í formannssætið
Hann hefur yfirburðakosti framyfir Guðbjart.
kv
Sleggjan/Hvellurinn
![]() |
Árni Páll með 57% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. desember 2012
"Ræða málin til hlítar"
Gunnar er samur við sig. Væntanlega út af þingi eftir næstu kosningar þannig allt í góðu.
Ef þú getur ekki sett mál þitt fram á minna en 4klst þá áttu ekki að vera á þingi. Það er bara ekki flóknara.
Þór er að benda á að það er málþóf í gangi, ekki í því ljósi að ræða málin til hlítar, heldur að tefja fyrir.
Það sjá allir sem vilja.
kv
Sleggjan
![]() |
Liggur við að manni verði flökurt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. desember 2012
Ögmundur má byrja safna fyrir gæsluvarðhaldsskaðabótunum
Þessir fjórir menn verða sýknaðir.
Í kjölfarið fara þeir í skaðabótarmál við ríkið vegna gæsluvarðhalds.
Ríkið verður sakfellt og skylt að borga mönnum bætur. Ögmundi alveg sama því þá verður það ekki "hans vandamál lengur" því þessi maður verður ekki innanríkisráðherra lengi í viðbót.
kv
Sleggjan
![]() |
Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. desember 2012
Til að lækka þjóðernisbrjálæðið
Leno segir að allar hljómsveitir sem mæta í þáttinn eru bestar. Þótt hann hafi aldrei heyrt í þeim.
Hann tekur í hendina á öllum hljómsveitum sem koma í þáttinn án undantekninga þannig Monsters eru ekkert sérstakir í þeim efnum.
Slökum aðeins á.
kv
Sleggjan
![]() |
Stórkostleg hljómsveit frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. desember 2012
Jón Baldvin góður á Útvarpi sögu
http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=759&Itemid=55
Besta við Útvarp Sögu eru ítarlegu viðtölin sem eru mjög algeng.
Saga fær til sín gesti og þeir fá að vera í viðtali í klukkutíma. Þá er hægt að djúpt í hlutina og fara um víðan völl.
Á Bylgjunni í Bítinu og Reykjavík Síðdegis er meðallengdin eitthvað um tíu mínútur. Ekki skánar það á Rás 2.
Jón Baldvin var í Bixinu, hann var mjög góður.
kv
Sleggjan
Mánudagur, 10. desember 2012
Guðbjartur búinn að tapa
Þetta mál með forstjórann veldur því að Guðbjartur mun tapa fyrir Árna Páli í formannskjörinu. Guðbjartur sýndi algjört dómgreindarleysi og Samfylkingarfólk með vit í kollinum kjósa Árna.
hvells
![]() |
Það varð allt vitlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |