Þriðjudagur, 18. desember 2012
Allt að reddast hjá Grikkjum
Rökin hjá NEI sinnum að allt sé í rugli hjá Grikkjum dettur dauð niður frá með deginum í dag.
Rökin hafa verið að víst að Grikkir eru í vandræðum þá á Ísland ekki að ganga inn í sambandið. Eins heimskulega og það hljómar.
Enda hafa rök NEI-Sinna ekki verið upp á marga fiska.
Sömu NEI-menn fagna á sama tíma málsókninni gegn verðtryggingu sem er byggð á ESB lögum sem fór í gegn án umræðu á grunni EES samnings. Lógík hefur ekki verið sterkasta hlið NEI sinna.
kv
Sleggjan
![]() |
Hækka lánshæfiseinkunn Grikkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Frábær árangur
Þetta er allt komið á skrið.
Lýðræðið sér síðan um restina. Kosið verður um samninginn.
Þeir sem vilja annan farveg eru á móti lýðræðinu.
kv
Sleggjan
![]() |
Füle: Talsverður árangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Lélegir stjórnarhættir kvenna
Það er áhyggjuefni að konur eru ekki í samskiptum við aðra stjórnarmenn. Gæti verið ástæða fyrir að þær séu fámennar í stjórnun fyrirtækja. Þær eru lokaðar og vilja ekki eiga samráð.
Alvarlegt mál og þær þurfa að bæta sig í þessu efni áður en þær heimta stjórnarmannakvóta.
Geri ráð fyrir að feministar sendi út yfirlýsingu og hvetja konur í stjórn að opna samskipti sín betur.
kv
Sleggjan
![]() |
Konur lengur að ná upp samskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Breytt aðferð gæti átt hlut í ástæðum
Það er peningasóun að kaupa heildarpakka utanlandsferðir frá ferðaskrifstofum. Þeir taka allt of mikla fjármuni til sín.
Með tilkomu góðra ferðasíðna á netinu á borð við dohop og fleiri þá er fólk í auknum mæli að palan sína sólarlandaferðir sjálf. Eru með flug, tengiflug, panta hótel sér og activities á ferðatímanum. Eru sínir eigin fararstjórar.
Þessi nýja sjálfstæði ferðamáti er ekki flokkaður sem sólalandarferð/Utanlandsferð, og gæti skýrt lækkunina.
Þeir sem ennþá eru að skipta við íslenskar ferðaskrifstofur hvet ég til að hugsa sinn gang og spara og sleppa að versla við þær. Eiga þá meiri gjaldeyrir til að eyða í sjálfan sig staðinn fyrir að eyða í ferðaskrfistofurnar.
kv
Sleggjan
![]() |
Lítill áhugi á utanlandsferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Skil ekki alveg
".....kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulíf."
Til hvers þarf evrur til þess að fjárfesta í íslensku atvinnulífi? Kannski einhver aðföng eða framleiðslutæki. Mér sýnist samt að krónur spila stærri hlutverk.
kv
Slegg
![]() |
Rúmlega 50% aukning í gjaldeyrisútboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Einfalt fólk er hissa
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Rugl og Væl í Lilju
Í fyrsta lagi þá er Lilja margoft í Silfur Egils. Miklu oftar en aðrir formenn flokka (þó hún sé ekki eiginlegur formaður Samstöðu er hún hinn eiginlegi leiðtogi).
Svo þarf að kenna Samstöðu að koma sér í fjölmiðla.
Fyrsta lagi eru það blaðagreinar sem geta vakið athygli. Ef hún kemur með eitthvað nýtt á framfæri í blaðagrein þá hringir Bítið á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis, Morgunþáttur Rás2 osfrv í hana og hún fær að tjá sig. Til viðbótar þá kemst hún í frétttir.
Svo þarf hún að byrja blogga (og allir flokksmenn Samstöðu). Blogga um líðandi stundir. Sína stefnu o.s.frv.
Facebook og Twitter eru líka miðlar sem vekja athygli, oft meira en ljósvakamiðlar.
Það gerist ekkert ef þetta fólk er ekki að reyna neitt.
kv
Sleggjan
![]() |
Segja vegið að lýðræðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. desember 2012
Næsta stig í ESB umræðum NEI-Sinna
Að nauðga Íslandi inn í ESB segir Guðni.
Málefnalegur er hann.
Það var samþykkt á Alþingi að sækja um ESB. Við bendum á hér að Alþingi er lýðræðislega kosið af þjóðinni. Virðist vefjast fyrir sumum.
Svo verður kosið um samninginn í lýðræðislegum kosningum. Engin "nauðgun" í því.
Eina sem NEI-Sinnar hafa upp úr þessum málflutningi er gjaldfelling á orðinu nauðgun.
kv
Sleggjan
![]() |
Bloggarinn ærði Vinstri-græna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. desember 2012
Sérstakur
Þetta er prófmál fyrir sérstakan saksóknara
"ráðstöfun á 1.000.000.000 króna af lánsfjárhæðinni inn á reikning ákærða Jóns Ásgeirs sem hann tók við og nýtti í eigin þágu meðal annars til að greiða 704.916.008 króna ótryggða yfirdráttarskuld sína hjá Glitni banka hf. Fékk ákærði Jón Ásgeir þannig hlut í ávinningi af brotinu og naut hagnaðarins."
þetta er dæmi um klárt bankarán
ef þetta sé löglegt á Íslandi þá getum við alveg eins lokað sjoppunni
hvells
![]() |
Jón Ásgeir beitti Lárus þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 16. desember 2012
Palestínuhverfi, ekki flóttamannabúðir
Nú eru rúmlega 60 ár síðan þessar búðir voru reistar.
Húsin úr steypu, vegir malbikaðir og infrastrúktur ágætur.
Flóttamannastympillinn erfist milli kynslóða, bara fyrir Palestínumenn. Ekki erfist hann hjá neinum öðrum.
Kominn tími að kalla þetta Palestínuhverfi. Eða eigum við að bíða í 60 ár í viðbót?
kv
Sleggjan
![]() |
Ráðist á flóttamannabúðir í Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |