Mánudagur, 11. mars 2013
Dæmigert
Þetta er dæmigerð hugsun fyrir stjórnmálamann. Stjórnmálamenn halda að þeir eigi að stjórna okkur og efnahagslífinu. En hið rétta er að þeir eiga að láta atvinnulífið í friði.
Það eru stjórnmálamönnum að kenna að það var hent milljarðar í bankakerfið.
Af hverju segi ég það?
Jú vegna þess að það voru stjórnmálamenn sem voru að ausa fé úr ríkiskössum og í bankana.
Ekki flókið.
En nú tala stjórnmálamenn eins og bankarnir rændu þá í leyni eina nóttina.
En ég skal lofa Martin Schulz og fleiri snillingum að ef þeir afnema lágmarkslaun og íþyngjandi vinnumarkaðsreglur þá mun atvinnuleysið fara í 0% innan við 6 mánuði.
hvells
![]() |
Björguðu bönkum en gætu tapað kynslóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 11. mars 2013
Aldrei
Þó að menn séu ósáttir við skoðanir manna þá á ALDREI að beita ofbeldi. Það er bara þannig.
Ég hef sjálfur upplifað þetta á blogginu. "Hittu mig í Öskjuhlíð eftir hálftíma svo ég get barið þig". Þetta er eitthvað sem ég hef fengið hér á blogginu. Og aðrar hótanir sem eru jafnvel verra en þetta.
Þá sérstaklega þegar ég fjalla um ESB og Icesave. Þessi tvö mál eru eldheit mál og snertir fólk djúpt af einhverjum ástæðum.
hvells
![]() |
Sigmundur Davíð kýldur á balli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. mars 2013
Stjórnmálamenn
Þetta er dæmi um rugl reglur sem koma frá stjórnmálamönnum sem halda að hlutverkið sitt sé að vera foreldri.
Fáheyrt dæmi um forræðishyggju. Jafnvel Ögmundur lítur út fyrir að vera anarkisti miðað við þetta.
Og þessi regla kemur frá "landi frelsisins" USA (sem er löngu búið að missa þann titil).
hvells
![]() |
Undirbúa sig fyrir gosdrykkjastríðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. mars 2013
Samkeppniseftirlitið
Ég taldi einu sinni að Samkeppniseftirlitið spilaði mjög mikilvægt hlutverk á markaði. En ég er núna orðinn smá skeptískur.
Rakst á þetta myndband sem fangar mína skoðun á þessu.
Auk þess að reynsla mín af bjúrakrötum er alltof slæm. Ríkisendurskoðun tekur 6 ár að ljúka við skýrslu, umboðsmaður skuldara afgreiðir bara nokkur mál í viku, útlendingastofnun ... get haldið svona áfram.
Hið opinbera er alltaf að klúðra. Hver man ekki eftir FME fyrir hrun?
Svo reyna nokkrir bjúrókratar og möppudýr að stjórna íslensku viðskiptalífi?
Þess má geta að þetta svokallaða olíumál er ennþá fyrir dómstólum.
Svo les maður heimskulega dóma einsog þennan http://www.vb.is/frettir/81636/
"Þá er bent á í umfjöllun blaðsins að sektin er vegna brota Microsoft árið 2009. Þá hafi netvafri fyrirtækisins drottnað yfir öðrum. Nú gegni hins vegar öðru máli en Chrome-vafri Google er nú vinsælasti netvafrinn. Þá eru aðrir vafrar jafnframt vinsælli í spjaldtölvum og farsímum. "
Microsoft er að greiða milljarða í sekt vegna markaðsráðandi stöðu Explorer vafranum en allir vita að hann er nánast ónotaður. Chrome, Firefox og fleiri hafa tekið við.
hvells
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. mars 2013
Traustið sem fór
Þessar aðgerðir sýna að það var gríðarlegt traust á Íslendingum í Bretlandi.
Það traust er því miður horfið. Sú staðreynd er einn mesti skaðinn sem hlaust af þessu hruni.
hvells
![]() |
Norðymbrar hafa endurheimt megnið af fénu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. mars 2013
Staðreyndirnar sem Guðmundur og fleiri lýðskrumarar vita ekki af
Húsnæðislán okkar eru alls ekki há. Ekkert hærri en í löndum sem við berum okkur saman við.
Húsnæðislánin eru 76,3% af landsframleiðslu á Íslandi. Meðan þessi tala er 101,4% í Danmörku. Ekki er fólk að heimta afskriftir þar.
Bretland, Svíþjóð og Holland er líka dæmi um lönd sem eru með mun hærri húsnæðisskuldir miðað við Ísland.
Þegar litið er á húsnæðiskostnað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum þá eru Íslendingar í mun betri stöðu.
ÞETTA ER BARA STAÐREYND.
hvells
![]() |
Fjármálaöryggi heimilanna í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. mars 2013
Bullukollurinn
Ég hef hreinlega aldrei skilið þennan mann. Þrátt fyrir hálftíma viðtal við drenginn í Silfrinu þá bullaði hann bara.
Hann sagði aldrei hvar peningurinn ætti að koma til þess að afskrifa þessi lán.
Mæli með þessari grein http://www.vb.is/skodun/81422/
Þar er einfaldlega reiknað út hvað þetta kostar. Ekki flókið.
Í stuttu máli kostar þetta rúmlega 800milljarða fyrir ríkissjóð!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
hvells
![]() |
Stofna flokk til að vinna með Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9. mars 2013
Ríkið
Það er nú þannig að helsta auðlind Íslendinga er hugvitið. Af öllu ruglinu sem ríkið spanderar í þá er þetta góð fjárfesting.
Menn segja... nei það er orkan sem er auðlindin!
En það er hugvitið og verkvitið sem gefur Íslandi kost að nýta hana.
Menn segja það er fiskurinn sé auðlindin!
En það þarf verkvit til þess að hámarka þann auð.
Eins með olíuna. Allar þessar auðlindir krefjast hugvits.
Menntun og hugvit Íslendinga gerir okkur kleift við að nýta auðlind okkar, einnig að búa til verðmæti úr engu nema hugviti. Dæmi Marel, Össur og CCP.
hvells
![]() |
Námslánafrumvarp fái forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 9. mars 2013
Sönnun um áframhaldandi viðræður
Það kemur skýrt fram í fréttinni þegar spurt er hvort eigi að hætta viðræðum. Þar er jafnt Það hlýtur að vera ÁFALL fyrir NEI-sinna því þeir hafa haldið því fram RANGLEGA að þjóðin vill hætta þessum viðræðum. Staðreyndir tala sínu máli og NEI sinnar eru með allt niðrum sig.
"Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur"
Þess vegna er mjög mikilvægt að fá samninginn heim og fá þjóðina til að kjósa.
Fólk veit voða lítið um ESB. Þegar samningurinn er rétt ókominn í hús mun Evrópustofan láta til sín taka og fræða Íslendinga um ESB HLUTLAUST. Spá mín er að þjóðin mun samþykkja aðildina að lokum.
Þegar fólk sér kosti og galla.
Já takk - ESB.
hvells
![]() |
Meirihluti áfram andsnúinn aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 9. mars 2013
Áhugavert
Af hverju er fólk svona á móti hrossakjöti ef þetta er svona líkt?
Ég persónulega myndi ekki vilja hrossakjöt ef það væri í boði.
Ætli maður sé ekki að borða þetta daglega í hakkinu, pulsunni og hamborgaranum.
hvells
![]() |
Hrossakjöt eða nautakjöt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)