Höldum því til haga

kv

Sleggjan


Skattahækkanir

Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 100% frá árinu 2009 og er nú 20%.



Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 11% á sama tíma, úr 18% í 20%.



Tekjuskattur á einstaklinga hefur hækkað um 9% að meðaltali með þrepaskiptu skattkerfi.



Útsvar hefur hækkað um 11% að meðaltali.



Efra þrep virðisaukaskatts hefur hækkað úr 24,5% í 25,5% en auk þess hafa fjölmargir vöruliðir verið færðir úr neðra þrepi í efra þrep.



Samhliða því var 14% virðisaukaskattsþrep lagt niður og flestar vörurnar færðar í efri flokk, 25,5%.



Erfðafjárskattur hefur hækkað um 100%, úr 5% í 10%.



Áfengisgjald á bjór og léttvín hefur hækkað um 20% en 17% á sterk vín.



Tóbaksgjald hefur hækkað um 24% í nokkrum skrefum og hækkar aftur á næsta ári. Gjöld á neftóbak



Kolefnisgjald, sem fyrst var lagt á árið 2010, hefur síðan þá hækkað um 98% á gas- og dísilolíu, 92% á bensín, 52% á flugvélaeldsneyti og 97% á brennsluolíu.



Árið 2010 voru lagðir á nýir skattar, orkuskattar, á rafmagn og heitt vatn.



Olíugjald hefur hækkað um 34% frá árinu 2007 og almennt bensíngjald um 164%.



Sérstakur bankaskattur var lagður á í fyrra, 0,041%.



Viðbótarlífeyrissparnaður er fyrst skattlagður í ár í sömu hlutföllum og tekjuskattur einstaklinga.



Auðlegðarskattur var lagður á árið 2010 og hefur hækkað um 20% síðan þá. Skatturinn var sagður tímabundinn.



Almennt bensíngjald hefur hækkað um 134%



Árið 2010 var fyrst lagður á svokallaður afdráttarskattur á vaxtagreiðslur, 18%

kv

Sleggjan


Álfheiður mótmælendastjórnandi

alheidurbraveheart3

Álfheiður stjórnaði ekki mótmælendum nema kannski syni sínum og vinum hans.

Stjórnaði ekki Sleggjunni.

Myndin er samt flott.

kv

Sleggjan


Davíð húmoristi

Davíð Oddsson er húmoristi.

Hann er bestur í meinfyndni.

Staksteinar:

Lúðvík Geirsson segir að ekkert uppnám sé á Alþingi þessa dagana og hann gagnrýndi í gær þá þingmenn sem segðu að á Alþingi væri uppnám.

 

Þetta kom fram í þingumræðum um breytingartillögu við breytingartillögu við tímabundið ákvæði um breytingartillögu að ónothæfu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

 

Breytingartillagan við tímabundnu breytingartillöguna er að ýmissa áliti í besta falli á mörkum þess að vera þingtæk en er í raun langt handan þeirra marka.

 

Tímabundna tillagan við breytingartillögu að nýrri stjórnarskrá er sjálf í besta falli á mörkum hins mögulega og að minnsta kosti handan þess sem vitrænt getur talist þegar stjórnarskrá er annars vegar.

 

Og breytingartillaga nokkurra formannaandstæðinga innan stjórnarliðsins við tímabundið frumvarp formannanna um breytingar breytinganna vegna er utan við öll mörk sem skiljanleg eru þeim sem utan þingflokkanna standa.

 

Ekki síst þegar haft er í huga að hún stangast á við sams konar hugmyndir sem meintur formaður Samfylkingarinnar viðraði um liðna helgi.

 

Af þessu má glöggt sjá að þingstörfin eru ekki í nokkru uppnámi og hrein fjarstæða hjá þeim þingmönnum sem halda slíku fram.

 

kv

Sleggjan

 


Frasar en engin útfærsla

Bjarni kemur með ræðu en talar ekki um þær aðgerðir sem hann vill fara í.

Hvernig ætlar hann að lækka vextina? Hver ætlar að lána?

Hvernig er hann "á móti" fátækt? Á að útrýma henni með einu pennastriki?

Eignastaða heimilanna? Hvernig?

Án útfærslu er þetta ekkert nema frasafroða.

kv

Sleggjan


mbl.is Gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Höftin eru stórskaðleg.

"Þau stífla hagkerfið, drepa fyrirtæki, leiða til rangrar verðlagningar á eignum og varningi, falsa alla hagvísa sem menn nota til að búa sig undir framtíðina og loka hagkerfi landsins af frá umheiminum"

Það þarf að velja fólk á þing sem hefur það að markmiði að afnema höftin og skaðsemina sem þau hafa í för með sér.

Ein ástæða fyrir því að ég kaus Illuga fram yfir Hönnu Birnu í prófkjöri RVK var vegna þess að Illugi hefur talað sterkt og ákveðið um að afnema höftin.

Það er með öllu óskiljanlegt af hverju þessi höft séu ekki stærsta kosningamálið. En ekki einherjar hókus pókus skulda afskriftir.

hvells


mbl.is „Héldu þjóð í fátækt og spillingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég

Ef ég væri að flytja inn svona vagna frá Kína þá mundi ég líka segja í fjölmiðlun að þetta mun spara milljarða á milljarða ofan.

Ég mundi einnig bæta við að það er góð reynsla á þessum vögnum annarstaðar.

En ég vona að Strætó stekkur ekki á hvað sem er. Það þarf að taka upplýsta ákvörðun og tryggja sig þannig að ef þau kaupa gallaða vöru þá er krafist endurgreiðslu og skaðabætur fyrir tjónið ef eitthvað er.

hvells


mbl.is Rafvagnar frá Kína gætu sparað milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert

Þetta er áhugaverður listi.

Mjög fjölbreyttur.

Það verður erfitt að rífa 5% múrinn sérstakelga í ljósi þess að það eru svo margir nýstofnaðir flokkar í dag og allir hafa sama markmið. Að rífa 5% múrinn. Einn flokkur er það desperat að hann lofar að láta skuldir Íslendinga hverfa og gefa allri þjóðinni iPad.

 

hvells 


mbl.is Þórhildur Þorleifsdóttir í 1. sæti Lýðræðisvaktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munur

Af hverju er svona ótrúlega mikill munur á það sem Ragnar segir og það sem RUV segir?

"Ragnar segir Norðurál hafa greitt í tekjuskatt einan og sér fyrir utan önnur opinber gjöld 1.534 milljónir í fyrra og 1.281 milljónir árið 2011."

 

Þetta er eitthvað annað en 0kr eins og kom fram í Kastljósi.

 

hvells 


mbl.is Í hópi þeirra sem greiða mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggð lán ólögleg? Hvað með óverðtryggðu?

Margir halda því fram að verðtryggðu lánin séu ólögleg.

 

Rökin eru að þetta séu afleiður. Neytandinn veit ekki nákvæmlega afborganirnar fram í tíma og út lántímabilsins.

 

 

Óverðtryggð lán eru í boði hjá bönkunum. Eru ekki allir sáttir með það?

Vextirnir þar eru breytilegir. Bíddu nú hægur. Er þetta ekki afleiður? Veit neytandinn nákvæmlega afborganirnar út lánstímann? Neytandinn hefur ekki hugmynd um hvað vextirnir munu vera háir nema nokkur ár fram í tímann (5 ár ef þú tekur lán í dag).

 

Eigum við ekki að henda inn í þennan málsóknarpakka óverðtryggð lán? 

kv

Sleggjan


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband