Miðvikudagur, 19. júní 2013
Dýfan
Græða á daginn og grilla á kvöldin? Já það er spurning.
Það er óhætt að segja að það var fjör á hlutabréfamarkaðinum fyrstu mánuði á árinu. TM hækkaði um 20% á sínum fyrsta degi. Hagar hafa hækkað gríðarlega á árinu.
En er gamanið að kárna?
Hlutabréfamarkaðurinn hefur tekið ágætis dífu núna seinustu vikur.
Það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Þetta er allavega mjög áhugavert.
hvells
Miðvikudagur, 19. júní 2013
Þvílík spenna. Alvöru sigurvegarar VS góðir íþróttamenn
Ég fylgdist með leiknum síðustu nótt og hef þurft að gjalda fyrir það. Mætti svefnlaus til vinnu og þetta er ekki auðveldasti vinnudagur sem ég hef upplifað.
En þess virði. Stutt eftir, þetta hefði getað verið síðast leikurinn á þessu tímabili.
Lebron James var frábær í þessum leik. Stigatölurnar tala sínu máli. En það er eitt. Hann er ekki "clutch" player. Þ.e. mér finnst hann klikka á lykilaugnablikum. Hann hefur jú átt sín sigurvegaramóments en hef margoft verið vitni af ákveðnu "choke" frá honum. Í þessum leik t.d. átti hann möguleika á að skora lykilkörfur en gerði ekki. Í einu skoti var það airball (hefði getað gert út um leikinn). Hrasaði, kláraði ekki lay up.
Bjargvætturinn fyrir Miami var ekki Lebron James, heldur Ray Allen. Hann jafnaði með 3ja stiga skoti þegar nokkrar sekúndur voru eftir (Lebron klikkaði, Bosh tok frákast og gaf á Allen). Þetta er ein svakalegasta þriggjastigakarfa sem ég hef séð lengi. Mun seint gleyma.
Það eru til góðir körfuboltaleikmenn. Svo eru til þeir sem eru fæddir sigurvegarar.
Lebron James er góður körfuboltaleikmaður, bestur í heimi í dag. En hann er ekki fæddur sigurvegari.
Fæddur sigurvegari vill vera með boltann á lokasekúndunum. Hann vill taka lokaskotið, hefur þessar stáltaugar (Reggie Miller og Jordan sem dæmi). Hann hefur verið sigurvegari frá því í grunnskóla. Þetta er meðfætt að hluta. Lebron hefur ekki þennan eiginleika.
Talandi um fædda sigurvegara. Það er í fersku minni þegar Ólafur lét Snorra Stein taka víti á móti Ungverjalandi.
Ólafur Stefánsson þorði ekki, lét Snorra sem var kaldur frá bekknum taka það. Snorri klikkaði og við komumst ekki á verðlaunapall. Óli Stef fellur ekki undir skilgreininguna sem fæddur sigurvegari.
Ég bloggaði um þetta a sínum tíma:
http://visir.is/gudmundur--min-akvordun-ad-lata-snorra-taka-vitid/article/2012708099913
Þjálfarinn tók ákvörðun að láta Snorra taka vítið. Allt í góðu með það. En ástæðan:
Það var brotið á Óla og hann treysti sér ekki til að taka vítið, enda hafði hann klikkað sjálfur fyrr í leiknum."
Óli er leiðtogi liðsins og fyrirliði. Hann er með mestu reynsluna. En treystir sér ekki til að taka mikilvægasta skot leiksins. Hann var búinn að eiga slæman leik en það skiptir engu máli.
kv
Sleggjan
![]() |
LeBron James: Besti leikur sem ég hef upplifað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 19. júní 2013
Álver, Ólafur og spyr.is
Mikil umræða er nú á netinu um virkjanir og álver eða eitthvað annað. Spurningin er: Hvað er satt? Hvað vinna margir í álverum á Íslandi? Hvað skila álverin miklu til þjóðarbúsins, netto? Hvað kostar hvert starf í álveri og hvað kostar hvert starf í einhverju öðru?
Hver ákveður hvenær stóriðja er orðin að stóriðju,eða eftir hverju er farið til þess ákveða hvenær fyrirtæki er orðið að stóriðju..
Ólafur Teitur:
I.
Starfsmenn álveranna þriggja eru ríflega 1.500. Meðallaun þeirra eru tæpar 600 þúsund krónur á mánuði.
Auk þess vinna að jafnaði yfir 500 verktakar fyrir álverin innan lóðarmarka þeirra.
II.
Allar tekjur álveranna koma erlendis frá, þannig að nettó-gjaldeyristekjur sem álverin færa þjóðarbúinu eru einfaldlega öll útgjöld þeirra á Íslandi.
Í fyrra eyddu álverin þrjú 100 milljörðum króna á Íslandi, eða 275 milljónum á dag. Í grófum dráttum skiptist fjárhæðin svona:
A) Um 40 milljarðar voru orkukaup (áætlað út frá opinberu meðalorkuverði Landsvirkjunar til stóriðju).
B) Um 40 milljarðar voru kaup á öðrum vörum og þjónustu frá um 700 íslenskum fyrirtækjum (verktakar, verkfræðistofur o.s.frv.).
C) Launagreiðslur voru tæpir 15 milljarðar. D) Opinber gjöld voru tæpir 5 milljarðar.
III.
Það virðist vera nokkuð algengur misskilningur að hvert starf í álveri kosti þjóðfélagið ákveðið margar milljónir króna.
Að baki liggur sú hugsun, að til þess að álver geti hafið starfsemi þarf að reisa dýrar virkjanir. Misskilningurinn liggur í því að líta á byggingarkostnað virkjana sem tapað fé fórnarkostnað til að kaupa störf.
Svona eins og störfin væru keypt út í búð. Þetta væri alveg rétt ef virkjanir væru eins og t.d. vegir, sem skila engum beinum tekjum.
En sú er að sjálfsögðu ekki raunin.
Virkjanir eru gróðafyrirtæki. Rafmagnið sem þær framleiða er selt með hagnaði. Af þessari einföldu ástæðu er með öllu órökrétt að líta á kostnað við virkjanir sem útgjöld til að kaupa störf í álverum.
Störfin kosta þjóðfélagið ekki neitt. Þau eru bónus ofan á arðinn af því að virkja og selja rafmagn.
IV.
Líklega hefur hvergi verið skilgreint nákvæmlega hvað teljist stóriðja. Aftur á móti er í raforkulögum skilgreint hverjir teljist stórnotendur raforku; það eru þeir sem nota minnst 80 gígawattstundir á ári.
Til að setja þá tölu í samhengi má nefna að öll gróðurhús landsins nota samtals um 60 gígawattstundir á ári til lýsingar.
Álverið í Straumsvík, sem er minnsta álver landsins, notar yfir 3.000 gígawattstundir á ári.
Með kveðju,
Ólafur Teitur Guðnason
http://spyr.is/grein/ymsar-spurningar/3059
hvells
Miðvikudagur, 19. júní 2013
Femínistum svíður velgegni Gillz
http://www.visir.is/gillz-vinsaelli-en-pall-oskar/article/2013130619161
Femínistar kættust þegar nauðgunarkæran var staðreynd.
Ferill Gillz fór í ræsið á no time.
Svo varð ekkert meir úr kærunni. Hann er saklaus maður.
Hefur komið sér í fjölmiðla hægt og rólega. Er á föstudögum á FM957.
Femínistar tala um að hann sér rólega að lauma sér í fjölmiðlana og líka illa við.
Svo hefur hann sett á fót Stuðlagaböll. Fyrst í Kópavoginum. Svo síðustu helgi á Akureyri.
Varð vinsælli en Páll Óskar.
"Bíladagar fóru fram um helgina á Akureyri þar sem Egill Gillz" Einarsson hélt svokallað Stuðlagaball í Sjallanum á laugardeginum. Emmsje Gauti og Úlfur Úlfur skemmtu í Sjallanum á föstudeginum og svo sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson á sunnudeginum þar sem 350 gestir mættu. Egill sem notar listamannanafnið DJ MuscleBoy þegar hann kemur fram spilaði fyrir troðfullu húsi eða fyrir 850 manns sem dilluðu sér við taktfasta tónlistina. "
Femínistar, 101 Treflar, Egill Helga, Illugi og fleiri voru búnir að gefa út dánarvottorð á feril hans Gillz. En hann er kominn aftur. Vonandi lætur hann meira að sér kveða í framtíðinni.
kv
Sleggjan
Þriðjudagur, 18. júní 2013
Skuldaleiðréttingin galin hugmynd
http://www.ruv.is/frett/gersamlega-galin-hugmynd
Síðuskrifarar hafa haldið fram frá upphafi að skulaafskriftir heimilina séu galin hugmynd.
Nú hefur hinn sprenglærði og reynslumikli hagfræðingur hoppað með okkur á bátinn að þessu leiti.
Friðik Már Baldursson heitir hann:
Menntun
1985 Department of Statistics, Columbia University, New York, USA, Ph.D. í tölfræði og hagnýttri líkindafræði 1994 Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í hagfræði 1979 Stærðfræðideild Háskólans í Gautaborg, B.Sc. í stærðfræði og stærðfræðilegri tölfræði 1976-1978 Stærðfræðiskor Háskóla Íslands, námskeið í stærðfræði, tölfræði, aðgerðarannsóknum og tölvunarfræði 1981 Tónlistarskólinn í Reykjavík, einleikarapróf |
Starfsferill
Forseti, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, 2009 - Prófessor II, hagfræðideild Háskólans í Osló, 2012 - --------------------------------- Nú á að stofna nefnd um hvernig þessar afskriftir verða útfærðar. Hverjir ætli verði í þeirri nefnd? Einhverjir sem fylgja alveg örugglega XB að málum? Þverfagleg? Hallast að fyrri möguleikanum. kv Sleggjan |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2013 kl. 04:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 17. júní 2013
Sigmundur nefndi ekki einu orði á EES-Samninginn
Sigmundur nefndi ekki einu orði á EES-Samninginn.
Ísland er ekki fullvalda þegar kemur að þeim samningi. Við tökum við lögum sem við höfum engin áhrif á. Samt talar hann um fullveldi. Langflest lög ESB koma í gegnum EES-Samninginn.
Ef við göngum í ESB höfum við áhrif. Ætli Sigmundur viti af þessu? Við getum fengið meiri fullveldi við inngöngu í ESB.
kv
Sleggjan
![]() |
Evrópusambandið þarf að sanna sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. júní 2013
Femínistar vilja ekki Fjallkonuna, heldur ekki víkinginn
Femínistar vilja ekki Fjallkonuna, heldur ekki víkinginn. Það er nefninlega kominn 21 öldin fattiði.
"Það er ágætt að staldra við og spá aðeins í þessar fyrirmyndir, Fjallkonuna og aðrar staðlaðar ofurþjóðlegar ímyndir eins og til dæmis víkinginn. Er þetta eitthvað sem við eigum að viðhalda, er þörf á þessum fígúrum í upplýstu 21. aldar samhengi?"
kv
Sleggjan
![]() |
Selma Björnsdóttir fjallkonan í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. júní 2013
Heimildamyndarispa í veikindunum
Þegar maður er fastur heima er um að gera að horfa á eitthvað. Heimildamyndir eru skemmtileg afþreying.
Hér er ein um alla forseta Bandaríkjanna í tímaröð frá History Channel. Stutt úttekt um hvern og einn. Kostir og gallar og þau helstu verkefni sem viðkomandi þarf að kjást við. Sem áhugamaður um 20 öldina byrjaði ég þar frekar en alveg frá byrjun:
Genocide: Worse than war.
Hérna er átakanleg heimildamynd um þjóðernishreinsanir. Rwanda, Bosnia, Helförin, Guetamala. Hverjir eru sökudólgarnir. Hvað fær fólk til að gera svona.
Reggie Miller VS New York Knicks
Í ljósi þess að úrslitakeppni NBA deildarinnar er í fullum gangi hef ég verið að horfa á þessa oftar en einu sinni. Reggie Miller er einn sá besti sem hefur spilað þennan leik. Ennfremur sá besti þegar kemur að game time mómentum. Þegar sigurkörfur eru annarsvegar.
Er svo að fara að horfa á Central Park Five. http://www.imdb.com/title/tt2380247/?ref_=sr_1
Hún á víst að vera mjög góð.
kv
Sleggjan
Fimmtudagur, 13. júní 2013
Femínistar mega taka Samtökin ´78 til fyrirmyndar
Samtökin ´78 horfa út fyrir landsteinanna og sjá óréttlæti sem snertir þau.
Femínistar mega taka það til fyrirmyndar. Réttinda kvenna eru í hræðilegu ástandi í útlöndum og þá sérstaklega í Afríku og Mið-Austurlöndum (fyrir utan Ísrael).
Umskurðir.
Fyrirframákveðnar giftingar þar sem stúlkan (oft á barnsaldri) fær engu ráðið.
Búrkur.
Bannað að keyra bíla.
Þessi listi er endalaus.
Femínistar á Íslandi beita sér ekkert í þessum málum. Þeir fókusa bara á Ísland. Stelpuís og Strákaís og svona smámál.
Alvöru kúguðu konurnar í Mið-Austurlöndunum eflaust hlæja að þessu lúxusvandamáli sem Femínistar telja sig vera að kljást við.
kv
Sleggjan
![]() |
Gjörsamlega ólíðandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 13. júní 2013
já
Grjóhörð hægristefna er jákvæð. Mjög jákvæð. Mun skila meiri hagvexti í bráð og lengd og skapa betri lífskjör og tækifæri fyrir fólkið í landinu. Grjóhörð vinstristefna felst í forræðishyggju, eignarupptöku, einangrunarhyggju og ríkisvæðingu einsog seinustu fimm ár hafa einkennst.
Það er ekkert óeðlilegt að vinstrimaðurinn Lilja Rafney finnst þetta súrt. Enda er hún harðkjarna vinstri manneskja sem tókst næstum því að rústa kvótakerfinu á seinasta kjörtímabili.
Þessi "tæra vinstri stefna" seinasta kjörtímabil fékk falleinkun hjá kjósendum þessa lands og er því eðlilegt að taka aðra nálgun á hlutina.
Það er vilji þjóðarinnar.
hvells
![]() |
Keyrt á grjótharðri hægristefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)