Miðvikudagur, 14. ágúst 2013
Hagvöxturinn í júlí yfir meðaltali
Hagvöxturinn var undir meðaltali í mai og juni 2013 en grein Landsbankans endar á að segja að "hinsvegar var útflutningur töluvert yfir meðaltali í júlí" þannig að það er óþarfi að vera of svartsýn.
En það er alveg ljóst að atvinnulífið er almennt botnfrosið vegna gjaldeyrishafta, reglugerðafargs og skattpíningu.
Ef við afnemum höftin, tökum á snjóhengjunni, lækkum skatta gríðarlega og hagræðum í opinberum rekstri auk þess að taka vel á móti öllum erlendum fjárfestingum þá þurfum við ekkert að óttast og viðspyrnan verður gríðarleg.
hvells
![]() |
Samdráttur veikir hagvöxt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. ágúst 2013
á sölu
Að sjálfsögðu á Perlan bara að fara á sölu.
Hún var auglýst til sölu árið 2011 og það var ætlunin að nota Perluna í "Náttúrulegar heilsulaugar með heitum gufum og vaðlaugum í jaðri Perlunnar"
http://www.visir.is/hugmyndir-um-heilsulaugar-vid-perluna/article/2011111019333
Reykjavík mundi því eignast sitt eigið Bláa lón með tilheyrandi gjaldeyristekjur.
Þetta var slegið af borðinu..... ástæðan einsog venjulega. Stjórnmálamenn og almenningur vilja ekki sjá neinn sem getur mögulega "grætt" á Perlunni. Svo mátti ekki hrófla við neinu þarna í kring.
hvells
![]() |
Perlan hentug fyrir náttúrusafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. ágúst 2013
Ársæll er með þetta
Ég man þegar ég var í framhaldsskóla. Mínar helstu minningar þaðan er hangs uppá setustofu.
Það þarf að stytta framahaldsskólann um a.m.k eitt ár. Svo má ekki gleyma grunnskólanum. Það þarf að stytta hann líka um eitt ár svo nemendur verða stúdent 18ára einsog í ÖLLUM vestrænum ríkjum.
Skólinn er farinn að snúast um kennarana sjálfa sem vilja engar breytingar og hugsa um sinn eigin hag en ekki hag nemenda. Enda er kennarasambandið mjög sterkt og verndar sína hagsmuni með kjafti og klóm á kostnað nemenda.
hvells
![]() |
Glórulaust kerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. ágúst 2013
Erlend fjárfesting
Erlend fjárfesting skapar atvinnu sem er ekki síst þörf þarna á svæðinu hjá Grímstöðum.
Hagvöxtur fer af stað. Fleiri Kínverjar væru líklegir til landsins.
Það á að leyfa Huang að kaupa. Ekki spurning.
hvells
![]() |
Fundaði með fulltrúum Huangs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. ágúst 2013
Feministar og hjónabönd
Þriðjudagur, 13. ágúst 2013
Global warming
áhugavert og skemmtilegt myndband
hvells
Mánudagur, 12. ágúst 2013
Allstaðar
Klám er allstaðar.
Allstaðar á netinu.
Erlendum síðum.
Innlendum síðum.
Erlendum torrentsíðum.
Íslenskum torrentsíðum sem þessari. Deildu.net.
Það þarf ekki að vera fréttnæmt þó tekið sé dæmi um eina síðu af mörgum þar sem klám er til staðar.
kv
Sleggjan
![]() |
Mikið framboð af klámi á íslenskum niðurhalssíðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. ágúst 2013
Góðir tímar
Það er ekki langt síðan maður var í þessum tíma.
Fór á costa del sól í útskriftarferð. Menn voru að djúsa og djamma alla daga. Tvær vikur straight. Ég veit ekki hvernig ég fór að því á þessum tíma. Mundi aldrei geta þetta í dag.
Ég mundi ekki kalla 20-25ára fólk "unglinga"... þeir gera kannski ráð fyrir að við Íslendingar klára studentinn 18ára einsog öll önnur lönd. :)
hvells
![]() |
Innrás íslensku unglinganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. ágúst 2013
ódýr rök frá kennarasambandinu
Kennarasambandið hefur ekki getað svarað athugasemdum AGS frekar en fyrri daginn. Enda hafa þeir ekki mikið vit á hagfræði.
En ég hjá að einu þegar þeir segja
"Það veldur KÍ áhyggjum að umræðan nú (eins og raunar oft áður) snýst aðeins um einn hlut -- sparnað."
Í fyrsta lagi er lýgi að það hefur aðalega verið búið að ræða styttingu framhaldskólanáms sem er ekki rétt. Grunnnskólinn hefur alltaf verið í þessu dæmi líka. Kennarasambandið nefnir framhaldsskólann sérstaklega til að koma með þau rök að "nemendur hafa staðið því til boða að taka framhaldsskóla og klárað hann á þremur árum"
En að "sparnaðinum" þá sníst stytting til stúdentsnáms ekki um sparnað. Þetta sníst um það að afhverju eiga íslenskir nemendur að láta það ganga yfir sig að byrja í háskóla með "jafnöldrum" sínum erlendis. Danirnir 18ára og Íslendingurinn 20ára.
Íslendingurinn er þá strax orðinn tveim árum eftir Dananum.
Þetta kerfi vill kennarasambandið verja með kjafti og klóm enda eru þeir að verja sína eigin vinnu fyrst og fremst..... ekki hag nemenda.
Peningurinn er aukaatriði. Að íslenskir nemendur standa jafnfætis nágrannalöndunum er aðalatrðið.
Eða eru það "við íslendingar erum svo spes" rökin farin að glymra aftur?
hvells
![]() |
Kennarar ósáttir við við AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. ágúst 2013
Röklausir kennarar
Það er þægilegt að afgreiða réttmæta athugasemd með því að athugasemdin "dæmir sig sjálf"...
Kennarar eru að sjálfsögðu að verja sína eigin hagsmuni. Sitt eigið starf. Þeir hugsa ekki um hag barnanna.... allavega ekki þeir í kennarasambandinu. Það sést á málflutningum.
Finnst þeim eðlilegt að Íslensk börn verða tveim árum á eftir jafnöldurm þegar þau byrja í háskóla?
Þetta sníst ekki bara um peninga heldur hag íslensku nemendanna.
hvells
![]() |
Fullyrðingar AGS dæma sig sjálfar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)