Föstudagur, 30. ágúst 2013
villandi
Það eru ekki 19,2 milljónir manna án atvinnu.
Ef við tökum Spán sem dæmi víst að það er sumar og margir Íslendingar eru þar núna.
Hvað eru margir að vinna á börunum þarna á Benidorm? Hvað eru margir að vinna á öllum veitingastöðum þarna? Haldið þið að þetta er allt gefið upp? NEI. Að sjálfsögðu ekki. Vinnulöggjöfin á Spáni er svo ströng að það borgar sig ekki að ráða fólk. Unga fólkið er að vinna svart á öllum helstu ferðamannastöðunum á Spáni. En ríkisstjórnar Spánar eru að telja þetta vinnandi fólk sem atvinnulaust. Það er ekkert að marka þessar tölur.
hvells
![]() |
12,1% atvinnuleysi í evru-ríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. ágúst 2013
Almenningur og fjölmiðlar
Það er alveg ljóst að fyrirtæki axla mikla samfélagslega ábyrgð með því að starfa. Þegar fólk verslar þá eru þeir að gera líf sitt betra. Hver viðskipti eru win win. Þú kaupir þér fartölvu á 100þúsund krónur vegna þess að þú verðmetur tölvuna á meiri en 100þúsund krónur og búðin verðmetur 100þúsund krónurnar meiri en tölvan. Báðir græða.
Ef þú lítur í kringum þig. Hvert einasti hlutur sem þú sérð var búið til af fyrirtækjum ekki hinu opinbera. Tölvan, málningin á veggnum, penninn, bílarnir úti. Allt var þetta búið til af einstaklingum sem vildu græða. Fyrirtæki snúast um að gera líf okkar betri. Þó að einhver græðir í leiðinni þá skiptir það ekki öllu því við öll erum að græða á öllum þessum lífsgæðum sem fyrirtækin gera okkur kleypt til að njóta.
Sú staðreynd er að 41% landsmanna telja að fyrirtæki axli ekki samfélagslega ábyrgð er ekki gott og fjölmiðlar eiga mikinn þátt í að brengla skyn almennings. DV og fleiri miðlar gera lítið annað en að pönkast í fyrirtækjum.
hvells
![]() |
Almenningur telur fyrirtæki ekki axla ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. ágúst 2013
Sleggjan vonar að kosninabaráttan snúist ekki um flugvöllinn
Sleggjan vonar að kosningabaráttan snúist ekki um flugvöllinn.
Hann gerði það árið 2006. Það var löng og leiðinleg kosningabarátta.
Framsóknarflokkurinn ætlaði að byggja flugvöllinn upp á Serkjafirði. ÚT Á SJÓ. Uppfylla sjóinn og hafa flugvöllinn þar. Enginn sagði neitt!
Rugl loforð hjá Framsóknarflokkinum að vanda.
Svo vildi einn hafa þetta á Hólmsheiði. Frjálslyndi var minnir mig eini sem vildi hafa völlinn áfram og fékk mann út á það (Ólaf F Magnússon).
Nú hugsar Framsókn sér gott til glóðarinnar að endurheimta mann í borgina og eflaust fleiri flokkar. Eina sem þeir þurfa að gera er að vera með því að hafa flugvöllinn þarna í Vatnsmýrinni. Því Besti og Samfó vilja hann í burtu.
Loksins komið eitthvað málefni til að hafa á móti Besta og Jóni Gnarr.
Svo er Flokkur Heimilanna eitthvað að spá að vera með. Flugvöllurinn þá fremst í loforðalistanum.
kv
Sleggjan
Fimmtudagur, 29. ágúst 2013
Kynjamunurinn er myth
Fimmtudagur, 29. ágúst 2013
Hið opinbera
Ef þetta hefði verið gert í skóla sem er í eigu hins opinbera..... hefði skólinn lokað??
Stórefa það.
Nú var nýlega starfsmaður á stuðlum sem misnotaði skjólstæðinga sína.
Voru Stuðlar lokaðir?NEI
Hefðu þeir verið lokaðir ef Stuðlar væri einkafyrirtæki? JÁ. Alveg einsog Leikskóli 101
hvells
![]() |
Hættir rekstri Leikskólans 101 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. ágúst 2013
ánægjulegar fréttir
Þetta er ánægjulegt. Það er mikilvægt að þétta byggð og byggja í 101rvk þar sem flest störfin eru. Það minnkar umferðina og aukur lífsgæði Reykjavíkur. Það er mikil eftirspurn á þessu svæði og húsnæðisverð og húsaleiga þarna er mjög há.
Með auknu framboði getur verðið lækkað.
hvells
![]() |
Hundruð íbúða rísa við gamla Slippinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. ágúst 2013
Klámvæðing
Þessi undirskriftasöfnun er pólítiskt klám.
Fólk er að skrifa þarna undir vegna þess að því er haldið fram að með því að hafa flugvöllin í Vatnsmýrinni þá ertu að bjarga mannslífi. Það þarf ekki meira. Engin rökhugsun er beitt.
Menn sem vilja þétta byggð og færa flugvöllinn eru sakaðir um að vilja drepa landbyggðarfólk. Morðingjar. Það er ekki hægt að halda uppi vitrænni rökræðu þegar umræðan er á þessu plani.
hvells
![]() |
Mikilvægt fyrir þróun lýðræðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
Hvar eru snillingarnir?
Eftir hrunið voru margir sem vildu binda verðtryggðu lánin við fasteignaverðsvísitöluna.
Ef það hefði verið gert þá væri heimilin í enn verri stöðu þegar fasteignir eru að hækka umfram vísitölu neysluverðs.
Ég spái því innan árs að margir snillingar munu vilja taka fasteignarverð úr neysluvísitöluna. Eina liðnum sém hélt verðbólgunni niðri eftir hrun.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/10/08/verdtryggd-husnaedislan-hefdu-laekkad-um-16-midad-vid-visitolu-husnaedisverds/
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1262663/?item_num=55&dags=2009-01-04
hvells
![]() |
Spá mestu verðbólgu síðan 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
Hóflegar launahækkanir
Það veltur allt á því að menn semja um hóflegar launahækkanir. Við getum ekki hækkað laun umfram verðmætasköpun. Þá mun verðbólgan éta upp kaupmáttin.
Þetta er eitthvað sem verkalýðsleiðtogar eiga að hugsa um áður en þeir semja.+
hvells
![]() |
SA: Haldið aftur af gjaldskrárhækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
NIMBY
http://en.wikipedia.org/wiki/NIMBY
Þetta er nimbyism á sem sorglegastann hátt.
Sorglegt
hvells
![]() |
Orðum verða að fylgja efndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |