Rýnum í tölurnar

"Árið 2011 nýtti ís­lenska ríkið 9.138 banda­ríkja­dali (1,093 millj­ón ISK) á ári í mennt­un hvers leik­skóla­barns og 10.339 banda­ríkja­döl­um (1,244 millj­ón ISK) í mennt­un hvers grunn­skóla­barns. Sam­kvæmt skýrslu OECD voru út­gjöld Íslands á hvert barn í þess­um flokk­um þau önn­ur hæstu á Norður­lönd­un­um það ár."

Fyrirsögnin er í sjálfu sér kolvitlaus. 

Við eyðum hvað mest í leikskóla og grunnskólakerfið á meðan háskólarnir eru sveltir. Afhverju er þetta þannig? Jú lýðskrum og skríllinn eru víst með atkvæði. 

Hvernig stendur á því að við eyðum hvað mest í gunnskólann af öllum OECD löndunum en árangurinn er hvergi. Hræðileg útkoma í PISA prófunum og 1/3 af drengjum eru ólæsir eftir 10ára nám.

hvells


mbl.is Ísland fjárfestir minnst í menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er í raun lítill munur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum hvað varðar forskóla og grunnskólamenntun.

Fréttin er að Ísland eyðir langtum minni en meðaltal OECD landanna og um helmingi minna í framhaldsmenntun að meðaltali en Norðurlöndin. Klárlega mun þetta verða íslensku þjóðfélagi ákaflega dýrt þegar til lengdar lætur.

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 19:45

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við eigum að færa fjármagn frá gunnskólanum og yfir í háskólanámið.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2014 kl. 20:26

3 identicon

Íslenska menntakerfið þarf að taka miklum breytingum. Markmiðið ætti að vera að 2/3 ljúka verknámi og 1/3 háskólanámi. Menntamálaráðuneytið ætti að kynna sér Dual-menntunarkerfi Svisslendinga (sjá link). Þar er boðið upp á meira en 230 greinar innan verkmenntunar.

Ísland verður seint eða aldrei vísindasamfélag, við erum það fámenn. Háskólarnir verða seint miðstöð mikilla vísindarannsókna nema á fáum sérsviðum og hér munu varla rísa fyrirtæki með mikla rannsóknarstarfsemi.

Við þurfum verkmenntun í sem flestum greinum og fyrsta flokks tæknifræðinga.

http://www.sbfi.admin.ch/berufsbildung/01606/index.html?lang=de

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 20:36

4 identicon

Klárlega virðist mikið vera hægt að gera betur í menntakerfinu. Það virðist vera mikil sóun í kerfinu.

4 ára menntaskólanám meðan aðrar þjóðir hafa þetta venjulega sem 3 ára nám. Þetta er góður punktur hjá Hauki en Sviss eyðir langtum meiri fé í menntun en Íslendingar.

Það virðast margir fara í menntaskóla og stranda þar meðan til þess að gera fáir fara í iðnnám og þar er mikli þörf. Iðnám kostar miklu meira en bóknám. Þú getur menntað 4-5 í stjórnmálafræði á móti einum í td. efnaverkfræði.

Því miður virðist landlægt að það sé litið niður á iðnám og það hefur ekki öðlast þann sess sem það á skilið.

Raunar er það grátlegt að sóa fé sem fer í framhaldsmenntun í 7 svokallaða háskóla þar sem einn getur í raun staðið undir nafni að vera alvöru vísindaháskóli (university) og að þessi litla 300 þús manna þjóð leggur ofurkapp á að mennta fólk í embættismannakerfið (stjórnmálafræði, lögfræði (raunar á 4 stöðum!), sagnfræði ofl) og í fjármálakerfið (hagfræði, viðskiptafræði) hreinlega út af því að það er ódýrast en ekki út af því að þar sé þörfin. Augljóslega verður áframhaldandi niðurskurður á hinu opinbera staðreynd og fjármálakerfið á eftir að finna fyrir hnífnum.

Eins og bent hefur verið á er 15% af tekjuhlið fjárlagafrumvarps 2015 fjármagnað með meintum arði úr Seðlabanka og Landsbanka og með bankaskatti, samtals um nærri 96 miljarðar er í raun lítið annað en "Pótemkintjöld". Svokallaður hagnaður byggist á uppreiknuðum veðum og ekki á raunverulegum stærðum og sem flestir gera sér augljóslega og vonandi grein fyrir er þetta ekkert annað en skítaredding og sá grátlega staðreynd er að renna upp fyrir landanum að skatttekjur Íslendinga duga ekki fyrir útgjöldunum við að reka núverandi kerfi og hvað þá að standa straum af greiðslum lána. Tíminn er að tikka út fyrir núverandi stjórnvöld eftir rúmlega 1/2 ár er stjórnartími núverandi stjórnar hálfnaður. Fylgið er um 36% og augljóslega verður þetta eins kjörtímabils stjórn. Ef þau ætla í kosningar á vordögum 2017 með krónu í höftum og fjármál ríkisins með skítareddingum þá mega þeir í raun biðja fyrir sér. Árið 2017 er næstum áratugur frá "hruninu".

Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband