Þökkum viðtökurnar-Aldrei vinsælli

Sleggjan og Hvellurinn hafa aldrei verið vinsælli.

Þessi bloggsíða stækkar með hverju árinu og er orðinn áhrifamikill miðill á umræðuna í samfélaginu.

 

Það lýsir sér kannski helst að áhrifamenn hafa sent okkur vefpósta og hvatt okkur til að taka einhver mál fyrir eða reyna hafa áhrif á afstöðu okkar í einstökum málum.

 Það sem þeir vissu ekki en vita núna er að ritstjórnin hérna á síðunni er 100% sjálfstæð og tekur ekki við skipunum frá neinum.

Hér er listi vikunnar hjá Blogggáttinni þar sem öll blogg landsins eru birt. Bara þungavigktabloggin efst.

 

dafdas Hægt er að smella á myndina til að stækka hana.

 

Sitjum í 14 sæti. 

 

Bloggið okkar er vinsælla en t.d bloggið hjá Birni Bjarnasyni. Vinsælli en Marínó hjá Hagsmunasamtökum Heimilanna. Vinsælli er DR-Gunni.

 

Þökkum aftur fyrir okkur.

 

Kveðja

Sleggjan og Hvellurinn

Skoðum þetta með stærri letri:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta orðin einhver keppni?

Það er lítið mál að vera efstur á vinsældalista bloggins þegar maður gerir ekkert annað heldur en að blogga við (næstum) hverja einustu frétt.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2014 kl. 01:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það vekur þó athygli að þær bloggfærslur sem eru ekki linkaðar við fréttir eru oftast fjörugustu umræðurnar í athugasemdum.

kv

Slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2014 kl. 01:32

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi bloggfærsla er t.d. ekki hlekkjuð, hvernig endaðir þú hérna?

kv

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2014 kl. 01:32

4 identicon

Ég kíki mjög oft á ykkur, er yfirleitt ósammála Hvellinum, en á það til að vera sammála Sleggjunni.

En hvort sem er sammála eða ekki eru skoðanaskiptin yfirleitt málefnaleg, og maður þarf ekki að standa í þessu netfangabulli til að senda inn innlegg.

Það er hins vegar vart raunhæft að bera sig saman við Marinó sem er nánast hættur þessu, flest hans skrif fara fram á facebook í dag, sem er ein ástæða þess að ég lét verða af því nýverið að fá mér slíkt.

Hann hins vegar kemur ekkert nálægt Hagsmunasamtökum Heimilanna, annað en hugsanlega að vera meðlimur samtakanna eins og þúsundir eða tugþúsindir annarra íslendinga.

Sigurður (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 18:20

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt er það að mikið af "bloggum" fara fram á Fésbókinni, gott mál bara.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2014 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband