Alvarleg staða

Mat sem lagt hefur verið á kjarasamninga framhaldsskólakennara á vettvangi ASÍ leiðir í ljós að þeir fela í sér 15,99% launahækkun á tólf mánaða tímabili. Sú hækkun kemur öll til áður en ákveðið verður hvort breyta eigi vinnufyrirkomulagi kennara. Hér sé því um hreina launabreytingu að ræða sem sé til muna meiri en sú 2,8% almenna launahækkun sem ASÍ-félögin sömdu um við SA.“

Nú eiga viðbrögð ríkisstjórnarinnar og rök eftir að koma fram en sé þetta rétt er mikil hætta á ferðum, sem getur leitt til þess að það endurreisnarstarf sem fram hefur farið frá hruni verði til lítils.

Fátt verra getur hent eina ríkisstjórn en að hún hvetji til hófsemi í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði en standi ekki við það á eigin vettvangi.

Það hefur áreiðanlega verið almenn skoðun að kjarasamningarnir til kennara sem eru til lengri tíma hafi byggzt á leiðréttingum á launum þeirra, sem kæmu til síðar en á yfirstandandi samningstíma núgildandi samninga SA/ASÍ.

 

Ríkisplebbarnir sáu um að valda usla. Eins og þeim einum er lagið.

kv

slegg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinnufyrirkomulagi kennarara hefur þegar verið breytt. Og þeir fengu ekkert fyrir það. Létu snuða sig í síðustu samningum. Nú er einfaldlega komið að skuldadögum. Enda annað eins framundan. Sleggjan þarf að uppfæra sig. Orðinn slappur í rýninni. Sennilega orðinn of háður latakaffinu í 101.

Nonni (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 20:02

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðrir eiga að taka sér framhaldsskólakennara til fyrirmyndar. Þar var samstaða og maístjarnan sungin framsjallar lyppuðust niður umsvifalaust. Svo hræddir urðu þeir.

Það þýðir ekkert annað en hnefnn á loft og samstöði í verkalýðsbaráttu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2014 kl. 20:27

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta gefur búst í verðbólguna, nú vill ASÍ taka til baka hóflega 2,8% hækkun, þá kemur hringrás verðbólgu og hækkun lána í kjölfarið.

Hafið þið semsagt ekki áhyggjur af þvi?

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2014 kl. 22:06

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, auðvitað þýðir þetta einhverja verðbólgu - en það er bara líka fleira sem þýðir verðbólgu.

Ef segi eins og sorphirðukonan sagði á stöð 2 í kvöld: Ekki fá ég stóra bónusa eða starfslokasamning og ekki fæ ég að taka bílinn heim til mín.

Nokkuð gott hjá henni.

Sko, málið er að þegar fólk er að sjá stórkostlegar hækkanir hjá allskyns sjéffum og bankamönnum, allskyns ívilnanir o.s.frv. ogan á gríðarlegt kaup - verkamenn eiga barasta að fara fram á það sama!

Þeir eru alltof linir. Engin samstaða.

Þú sérð að samstaðan er miklu meiri frá framhaldsskólakennurum - og það skilar sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.4.2014 kl. 22:34

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lausnin er í evrunni, en það má ekki segja það upphátt.

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2014 kl. 23:24

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sennilega leysir Evran alveg umtalsvert og verður örugglega til bóta.

En málið er þetta sko, að Ísland er held ég barasta of lítið fyrir gríðarlegan mun á launum.

Auðvitað er visst réttlæti í því að þeir sem mennta sig í fjölda ára njóti þess í launum - upp að ákveðnu marki.

Eg hef orðið var við vaxandi óþol fólks gagnvart því að einhverji bankaspekúlantar fái bónur eða fjármálavafstrar geti hirt gróða af fyrirtækjum uppúr engu o.s.frv.

Fyrir hrun var stemmingin yfirleitt að slíkt væri í lagi eða fólk gerði ekkert mikið úr því svo sem.

Eg verð var við að fólk núna hefur vaxandi óþol gagnvart þessu.

Þessvegna, að maður sér að ríkisstjórnin núverandi virðist ætla að taka upp stjórnarhætti og fyrirkomulag sem var fyrir hrun þar sem því verður við komið.

Eg hef áhyggjur af þessu. Eg held að stjórnvöld misreikni stöðuna. Það er undirliggjandi ólga og reiði. Ótrúlegast fólk virðist telja að framsókn og sjallar hafi logið allt of miku í adreganda kosninga og séu að gera allt annað en þeir sögðus ætla að gera.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 00:44

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú verður að grera greinarmun á bónusum þar sem einkafyrirtæki er að umbuna starfsmönnum á kostnað hlutahafa.

Og svo ríkinu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2014 kl. 12:13

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er til markaðsverð launa.

Tryggingastærðfræðingurinn sem fær bónus í Sjóvá getur alveg unnið starf ruslakonunnar.

En ekki öfugt.

Það er alveg merkilegt að fólk skilur ekki þessa einföldu staðreynd.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2014 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband