Góð tillaga eins langt og hún nær, meiri áhersla á Gamla Testament

Það er skoðun Sleggjunnar að þjóðkirkjan skal fara af ríkisspenanum.

 

Við það er hægt að spara mikla fjármuni sem ég legg til að verði notaðir til að borga niður skuldir. Aðrir vilja styrkja heilbrigðiskerfið, ég læt það liggja milli hluta.

 

Athyglisvert er að tala um evangelíska lúterska kirkju í staðinn fyrir einungis Lúterska kirkju. Í evangalísku lýsir ákveðnum vilja að tileinka sér repúblika USA sýn á kirkjustarf. Það vita flestir sem vilja út á hvað hún snýst.

Til viðbótar vill ég minna á að Gamla testamentið skal vera jafnoki hins Nýja. Enda Gamla testamentið miklu betri en hið nýja að mati Sleggjunnar. 

Eigum samleið að því leyti með Gyðingum sem lesa hið Gamla öðrum fremur. Vantar í tillögunna frá Sjálfstæðismönnum skilyrðislausum stuðningi við Ísraelsríki gegn óvinaþjóðum úr öllum áttum. 

kv

Sleggjan


mbl.is Kristin gildi ráði við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tee-Party Idiots.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 21:32

2 identicon

Ef íslendingar voru ekki búnir að átta sig á fáránleika sjálfstæðisflokks, þá hljóta þeir að gera það núna. Þarna er flokkurinn að blanda saman sjórnmálum og trú, sem allir heilvita menn vita að er ekki bara hættulegt heldur líka andstætt öllu siðferði og mannréttindum, jafnrétti.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 21:38

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Best er að hafa trú og stjórnmál aðskilið.

Hinsvegar mega stjórnmálaflokkar, að mínu mati , hafa skoðun á trúmálum

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2013 kl. 21:49

4 identicon

Ég get hér með fullvissað ykkur um að í næstu alþingiskosningum mun Sjálfstæðisflokkurinn vinna allmikinn kosningasigur. Hann mun að öllum líkindum ásamt Framsókn mynda næstu ríkisstjórn með góðan þingmeirihluta að baki sér, og Bjarni Benediktsson verður næsti forsætisráðherra. Líst ekki öllum bara vel á þessa spá mína?

óli (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 21:49

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég bíð tíðinda á nýju flokkunum.

XD , XB og X(nýr flokkur)

Lýðræðisvaktin væri kjörið sem þriðja hjólið.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2013 kl. 22:05

6 identicon

Hræsnina er að finna hjá þeim einstaklingum sem mæta í fermingarveislur án þess að telja kristna trú boðlega

Grímur (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 22:08

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

´@Grímur

Mundi mæta í Bar Mitzvah , Fermingu eða trúlausa athöfn.

Burt sé frá minni sannfæringu.

Frjálræðið er gott. Ekki hræsni

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2013 kl. 22:27

8 identicon

Flestir láta ferma sig vegna gjafana Grímur.. hefur minnst með trú að gera, sama á við um þá sem fara í fermingarveislur, menn eru ekki að fara vegna hallelúja ruglsins

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 22:36

9 identicon

@1: Þú ert alltaf jafn málefnalegur hr. HK.

Árið 2011 var hallinn á fjárlögum ríkisins 89500 milljónir sem þýðir að ríkissjóður þurfti að fá lánaðar um 245 milljónir á dag sem gerir rúmar 10 milljónir króna á klukkutíma. Það sem teboðshreyfingin vill öðru fremur er að minnka umfang hins opinbera. Heldur þú að skuldir þurfi ekki að borga til baka? Ég held að í ár borgi ríkissjóður um 80 milljarða í vexti og afborganir af skuldum en slíkt er bein afleiðing af hugmyndafræði vinstri manna. Sjallarnir eru ekki minn flokkur en þeir borguðu niður skuldir í stað þess að safna þeim eins og enginn væri morgundagurinn. Óábyrg opinber fjármálastjórn fylgir alltaf vinstri mönnum.

Velferðarríki Vesturlanda eru gjaldþrota vegna hugmyndafræði vinstri- og jafnaðarmanna - það er bara spurning hvenær hvellurinn verður og hve stór hann verður!! Hvað ætlar svo hinn ágæti HK að gera og segja þegar ljóst verður að hans hugmyndafræði hefur beðið endanlegt skipbrot? Kenna teboðshreyfingunni um? Sjallarnir eiga því miður ekkert sameiginlegt með teboðshreyfingunni enda opinberi geirinn hérlendis alltof stór og kemur beinlínis í veg fyrir atvinnusköpun og hækkun launa.  

Vandinn við sósíalista er að fyrr eða síðar klára þeir að eyða annarra manna peningum. Hvað þá?

Ég álít þá þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúa vera persónulega ábyrga fyrir framúrkeyrslu - þeir samþykkja hana og eiga að bera ábyrgð á henni persónulega - selja þarf eignir þing- og sveitarstjórnamanna upp í skuldir sem þeir hafa safnað!!

Helgi (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 11:26

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bill Clinton er eini sem grynnkaði á skuldum USA. Hann er Demokrati.

Svo tók Bush við og hann jók á skuldirnar all svakalega.

Hugmyndafræði hægri manna er að borga niður skuldir, en það er eitt að hafa flotta stefnu á blaði, annað að fylgja henni.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2013 kl. 17:51

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta kristna dæmi var dregið til baka svo betur fer.

En republicar og Demo er eiginlega sami skíturinn.

Libertarion Part er flokkurinn sem stendur fyrir niðurskurði og frelsi

http://en.wikipedia.org/wiki/Libertarian_Party_(United_States)

Svo eru góðir men í Republican parrt t.d Ron Paul en hann er því miður hættur. Svo eru margir þarna inn í flokknum sem eru bara lýðrskrumarar og vitleysingar. Svona Vigdís Hauks vol 2.  

 Gary Johnson er formaður Libertarion party

http://www.youtube.com/watch?v=xl5zCl_rgQQ

http://www.youtube.com/watch?v=XjVTBKVGDFE

http://www.youtube.com/watch?v=o0zGYai3KOc

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 25.2.2013 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband