Tími glötuðu tækifæranna.

Í fyrsta lagi þá efast ég um að samþjöppun á fjármálamarki sé af hinu slæma. Er ekki alltaf verið að tala um að Ísland er með alltof stórt bankakerfi og fjármálastarfsfólk miðað við höfðatölu? Svo þegar það er verið að draga úr kerfinu. Fækka útibúum og yfirtaka smærri fjármálafyrirtæki þá er samþjöppunin af hinu verra?   Hvort er það?

Having said that

Í rauninni klúðruðu Sparisjóðirnir gullnu tækfæri í góðærinu. Sparisjóðshugsunin er að þjónusta nærumhverfinu. Þjónusta einstaklingum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum í samfélaginu. Svo á Sparisjóðurinn í viðkomandi samfélagi að stiðja dyggilega við nærumhverfi t.d íþróttastarf og tómstundastarf og annað slíkt. 

Sparisjóðirnri áttu að vera viðskiptabanki þ.e bara einbeita sér á útlánum og innlánum. 

Í góðærinu gjörbreyttist þetta. "fé án hirðis" voru þessir bankar kallaðir. Sparisjóðirnir vildu vera einsog hinir stóru bankarnir og byrjuðu að fjárfesta óhugnalega, lánuðu glórulaust og byrjuðu að skammta sjálfum sér ofurlaun. Sparisjóðstjórarnir misstu sjónar af "sparisjóðshugsuninnni"

Ef Sparisjóðirnir hefðu haldið sig við sitt upphaflega hlutverk þá hefði þeri stóreflst í bankahruninu. Ef þeir hefðu bara þjonustað einstaklingum og litlum fyrirtækjum í samfélaginu og ekki tekið þátt í útrásarbullinu þá hefði sparisjóðurinn staðið sterkur og í miðju hruninu hefði fólk tekið peningana útur stóru viðskiptabönkunum og lagt sitt fé inn í sinn sparisjóð í bæjarfélaginu.

Bankakerfið hefði farið á hausinn en Sparisjóðirnir staðið eftir sterkir.

En þetta gerðist ekki. Sparisjóðirnir voru ekkert skárri en útrásarbankarnir og fór á hvínandi kúbuna. Spkef, Byr, Spron... þessir bankar voru gjörsamlega tæmdir.... og eru horfnir í dag.

Sorglegt.

hvellurinn


mbl.is Erfitt fyrir sparisjóðina á markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband