Turningpoint.

SI er núna á móti ESB. Þetta er ákveðin þáttarskil að mínu mati. Upprfrá þessu þá eru engar líkur á að Ísland mun ganga í ESB. Svo þegar ASI sníst á móti ESB þá er í rauninni enginn tilgangur með þessari umsókn.

NEI sinnar hafa aldrei komið með neinar lausnir. Enga framtíðarsýn. Bara rangfærslur um auðldinir og sjálfstæði.

Nú er eina í stöðunni að Já sinnar og NEI sinnar gangi útfrá því að Ísland fer ekki í ESB næstu árin og komi með einhverja framtíðarlaus á t.d gjaldmiðlismálaum, fríverslunarsamningum og annað sem þarf að vera á hreinu svo Ísland getur blómstrað.

 

hvellurinn


mbl.is Iðnaðurinn á móti aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur þú eiginlega á móti viðtengingarhættinum?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 13:17

2 identicon

Hvernig væri þá að fara að hætta að tala um ESB eins og bjargvættur alls ill og fara að tala um ESB eins og það er?

Vakna ESB-sinnar:)

Stefán (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 13:21

3 identicon

Sælir strákar.

Til hamingju með raunsæið, betra er seint en aldrei.

Það var löngu komin tími til að þið hættuð að berja þetta hausnum við steininn og viðurkenna loksins, það sem að reyndar ég og margir fleiri ásamt tugum skoðanakannana hefði átt að segja ykkur fyrir langa löngu.

Það er að ESB umsóknin er dauðadæm fyrirbæri frá upphafi og hefur ekkert verið annað en sýndarmennska og sóun á peningum auk þess að hafa ollið þjóðinni ómældu tjóni með því að sundurlyndisfjandinn hefur hér leikið þjóðina grátt og hefur hér tafið gríðarlega fyrir allri uppbyggingu og einingu þjóðarinnar.

Nú vonast ég til að fleiri sýni sama raunsæið og þið og að þessari vitleysu verði hætt og ESB stofa og þetta ESB Sendiráð þeirra hypji sig sem fyrst úr landi og þjóðin taki svo höndum saman um að byggja upp fyrir framtíðina.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 13:23

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þar sem að stjórnvöld vinna ekki með vinnumarkaðnum heldur á móti honum er ekki líklegt að þau fái stuðning frá SA eða ASÍ.

Ljóst er að fella þarf gengið um amk 25% til að fá inni í ESB og það gæti reynst Jóhönnu erfitt, sérstaklega með 18% og fallandi fylgi.

Það er því staðreynd að ef að við ætlum að koma inn á ástandinu í dag í ESB er best að taka upp sterkan alþjóðlegan gjalmiðil strax til að þurfa ekki að fella verðlausar krónur þegar að skiptumnum kemur.

Já, ég segi þegar því að við komum til með að ganga í ESB, bara ekki undir stjórn Jóhönnu.

Óskar Guðmundsson, 29.3.2012 kl. 13:41

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hans

Ég er bara á undan minni samtíð. Viðtengingarháttur er að deyja út

"

Viðtengingarháttur (skammstafað sem vth. eða vh.) sem kallast coniunctivus á latínu er sagnháttur sem flokkast undir persónuhátt. Notkun viðtengingarháttar er tekin að minnka í mörgum tungumálum og í sumum tungumálum er hann hartnær horfinn nema í orðtökum.[1] Viðtengingarhátturinn hefur dáið í flestum germönskum málum fyrir utan íslensku og þýsku, sem hafa hvort um sig byrjað að nota viðtengingarháttinn í óbeinni ræðu[2][3] og er horfinn úr ensku fyrir utan einstaka orðmyndir eins og were.[3]"

http://is.wikipedia.org/wiki/Vi%C3%B0tengingarh%C3%A1ttur

hvelllurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 14:07

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnlaugur.

Ég mun samt halda áfram að leiðrétta rangfærslur NEI-sinna.

Svo er sorglegt að þú kemur aldrei með neina lausn eða framtíðarsýn... bara svartsýnisraul alla daga.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 14:09

7 identicon

Hvellurinn, hvaða lausn ert þú með?

Það er ekki nóg að segja að allt muni verða betra við inngöngu í ESB.

Það er ekki endilega betra eins og sést í Evrópu í dag.

Allt frá efnahagsþrengingum í mörgum ríkjum svo og nýja stjórnarskráin í Ungverjalandi.

Hvað er ESB eignlega?  Samfylkingin getur ekki einu sinni stjórnað landinu innan ramma EES samningsins. 

Stjórnmálaflokkurinn sem lofar öllu fögru en starfar í anda fortíðar.

Það þarf mikið að breytast til þess að landið gangi í ESB.

Stefán (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 15:22

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Hvað er ESB eignlega?"

það er samtök fullvalda Evrópuríkja um sína sameiginlegu hagsmuni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2012 kl. 15:51

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir sem vita ekki hvað felst í ESB eiga að kynna sér það sjálfir.

Ekki fá það frá naflausum bloggara sem kallar sig Hvellurinn.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 15:54

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við getum samt byrjað á þessu

  • Aukinn stöðuleiki með evru í stað krónu.
  •  Bætt stjórnsýsla vegna aukins aðhalds.
  • Efnahagssamdráttur mun ekki leiða til gjaldeyriskreppu, verðbólgu og himinhárra vaxta eins og raunin hefur orðið í fortíð.
  • ESB er langmikilvægasta markaðssvæðið fyrir útflutning á íslenskri þjónustu og íslenskum vörum með um 60 – 80% hlutdeild.
  • Hætta á gjaldeyriskreppu með tilheyrandi erfiðleikum hverfur með evrunni.
  • Íslenskt efnahagslíf verður síður bráð spákaupmennsku og braski með gjaldmiðilinn.
  • Lægri vextir. Á síðustu 10 árum hafa raunvextir verið nálægt 6% á Íslandi en um 0,5% á evrusvæðinu.
  • Losnum við viðskiptakostnaðinn af krónunni en hann skiptir milljörðum.
  • Minni gengissveiflur auðvelda áætlanagerð og uppbyggingu atvinnulífs.
  • Minni verðbólga. Á síðustu 10 árum hefur verðbólga verið um 6% að meðaltali á Íslandi en 1,3% til 3,2% evrusvæðinu.
  • Mun greiðari aðgangur að erlendu fjármagni – auðveldara að ná til erlendra fjárfesta.
  • Stökkbreytingar skulda verða úr sögunni þar sem gengifellingar og gjaldeyriskreppur verða ekki sjálfkrafa fylgifiskar efnahagserfiðleika.
  • Vaxtamunur milli Íslands og evrulanda minnkar og jafnvel hverfur. Sjálfstæður gjaldmiðill þýðir alltaf vaxtamun því krónan þykir miklu verri geymslumiðill verðmæta en evran.
  • Verðtrygging verður óþörf.
  • Víðara öryggisnet fyrir fjármálakerfið.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 15:55

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eitt af markmiðum Evrópusambandsins er að byggja upp fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf í aðildarlöndunum, þar sem sjálfbærni og félagslegt réttlæti eru lögð til grundvallar.  Lögð er áhersla á frjáls viðskipti á innri markaði ESB, menntun, nýsköpun og rannsóknir, sem og stuðning við þróunarríki. Innganga ESB hefur hleypt auknu lífi í milliríkjaviðskipti í nýjum aðildarlöndum og aukið erlendar fjárfestingar. Sameiginleg mynt og samræmd peningamálastefna hefur það markmið að auka stöðugleika á Evrusvæðinu og jafna aðstæður milli einstakra landa, óháð stærð þeirra og efnahag.  

Um langt skeið hefur íslenska krónan ógnað efnahagslegu sjálfstæði okkar sem hér búum. Opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn erlendra og innlendra spákaupmanna. Á árunum fyrir hrun var krónan lengst af of hátt skráð. Hún vann gegn hagsmunum útflutningsgreina sem veiktust og söfnuðu skuldum. Nú er krónan svo lágt skráð að ungt fólk á erfitt með að sækja nám erlendis og innfluttar vörur hafa hækkað mikið í verði frá því sem áður var. Ferðalög til útlanda eru orðin forréttindi þeirra efnameiri. Laun á Íslandi eru ekki lengur samkeppnishæf við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.

Stöðugt efnahagsumhverfi og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp fjölbreytt atvinnulíf sem er fært um að selja verðmætar vörur og þjónustu úr landi. Á næstu árum þarf að skapa að jafnaði þrjú þúsund ný störf árlega fyrir þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Ljóst er að þessi störf verða ekki til í sjávarútvegi eða landbúnaði, enda þótt afnám tolla milli Íslands og ESB-ríkja á landbúnaðar- og sjávarafurðum geti skapað þessum atvinnugreinum aukin tækifæri til útflutnings og fullvinnslu.  

Sveiflur í íslensku efnhagslífi  á undanförnum áratugum hafa gert það að verkum að öll áætlunargerð hefur nánast verið marklaus. Mikilvægt er að breyting verði hér á. Með upptöku evru í stað krónu verður rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja stöðugra en áður og ólíklegra verður að efnahagssamdráttur leiði til gjaldeyriskreppu, verðbólgu og himinhárra vaxta, eins og raunin hefur orðið hvað eftir annað í fortíðinni.

Horft til framtíðar

Í sérhverju hagkerfi eru rannsóknir og þróun mikilvægir málaflokkar. ESB hefur á undanförnum árum varið vaxandi hlutfalli þjóðarframleiðslu landanna í rannsóknir og þróun. Sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu hafa Íslendingar haft aðgang að rannsókna- og menntaáætlunum ESB en engin áhrif á mótun þeirra. Með fullri aðild verður gagnger breytingar þar á. Þátttaka á þessum vettvangi er lykill að því að efla nýsköpun hér á landi og skapa störf sem samræmast þeirri menntun sem yngri kynslóðir Íslendinga  eru að afla sér.

Evrópusambandið er langmikilvægasta markaðssvæðið fyrir útflutning á vörum og þjónustu frá Íslandi. Hvort sem okkar líkar betur eða verr er íslenskt atvinnulíf háð þeirri þróun sem á sér stað innan ESB. Ef við höfum huga á að taka þátt í þeirri þróun, styrkja rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og auka stöðugleika í íslensku efnahagslífi er aðildin að ESB rökréttur valkostur.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 15:55

12 identicon

Ómar, þú ert með það.

"það er samtök fullvalda Evrópuríkja um sína sameiginlegu hagsmuni."

Stefán (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 16:08

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið hafið alla mína virðingu strákar. Og ég ber fulla virðingu fyrir skoðunum ykkar um ESB þó svo að ég hafi aldrei verið þeim sammála.

Við skulum nú fara að vinna að málunum sem sameina okkur en ekki sundra eins og ESB málið hefur gert mjög illilega.

Ég tel eins og þið gerið réttilega núna að það verði ekki að ESB aðild í nánustu framtíð.

Kannski mun ESB breytast í laustengdari samtök sem bygggja ekki á allri þessari óskilvirku og vondu miðstýringu. Þá gæti hugsast að ég og margir fleiri styddum ESB aðild. En ég tel nú litlar eða engar líkur á að svo verði því miður. Svona miðstýringarapparöt hafa alltaf "tendens" til þess að vefja bara óstjórnlega uppá sig og svo hefur verið með ESB hingað til, án þess að fólk hafi endilega viljað slíkt eða nokkurn tíman verið spurt sbr. Lissabon sáttmálann.

Gunnlaugur I., 29.3.2012 kl. 16:14

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við þurfum að sameinast um framtíðarsýn.

Einsog segir í bloggfærslunni

"Nú er eina í stöðunni að Já sinnar og NEI sinnar gangi útfrá því að Ísland fer ekki í ESB næstu árin og komi með einhverja framtíðarlaus"

En ég áskil mér þann rétt til þess að leiðrétta rangfærslur um ESB þegar það á við í umræðunni.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 16:37

15 identicon

Djö.... ég sem var farinn að hlakka til að geta gefið Jóhönnu og Össur "löngutöng" í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Dátinn (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 21:20

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Dátinn.

Hvernig væri að taka saman alla puttanan þína. Og smalla öllum puttum sem þú finnur.... og þú troðir þeim uppí rassgatið á þér?

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 23:22

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jæja drengir góðir. Skulum hemja okkur í orðavalinu.

En ég ætlaði að spurja hann Óskar (comment nr 4)

Þú segir

"Þar sem að stjórnvöld vinna ekki með vinnumarkaðnum heldur á móti honum er ekki líklegt að þau fái stuðning frá SA eða ASÍ."

Er skynsamlegt af SA og ASÍ að breyta skoðun varðandi ESB bara út af ríkisstjórnin "er á móti sambandinu" Eiga samböndin ekki að hugsa hvað er best fyrir sína félagsmenn en ekki breyta skoðunum out of spite.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband