Gjafmildir á annarra manna fé

Á sama tíma og fulltrúar Bjartrar framtíðar felldu tillögu þess efnis að styrkja Gazasvæðið þá safnaði bæjarfulltrúi peningum.

Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði safnaði frjálsum framlögum og hljóp í maraþoni til að styrkja Gaza-svæðið fyrir skemmstu. „Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrir mánuði síðan afgreiddi bæjarstjórnin tillögu um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza,“ skrifaði formaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði vegna þess. Stóð þá til að Samfylking og VG myndu veita milljón til Gaza-svæðisins úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar.

„Skemmst er frá því að segja að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins felldi tillöguna,“ bætir hann við. „Því er hálf vandræðalegt að fylgjast með bæjarfulltrúanum hlaupa Reykjavíkurmaraþon „fyrir Palestínu“… Ég velti því fyrir mér hvort um eintóma sýnimennsku sé að ræða,“ sagði formaðurinn þá. Ekki fylgir sögunni hvort ungi formaðurinn hafi sjálfur hlaupið í hlaupinu. Hann er að minnsta kosti gjafmildur – á annarra manna fé.

kv

Slegg


Bloggfærslur 8. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband